V-Húnavatnssýsla

Snjallmenni tekið í notkun hjá Þjóðskrá Íslands

Þjóðskrá Íslands hefur tekið í notkun snjallmenni í netspjalli á vef stofnunarinnar www.skra.is. Snjallmennið getur svarað ýmsum spurningum um starfsemi Þjóðskrár Íslands og bent viðskiptavinum á gagnlegar slóðir.
Meira

Einfaldar og þægilegar uppskriftir

Þau Inga Skagfjörð Helgadóttir og Jón Gunnar Helgason voru matgæðingar vikunnar í tbl 36 en þau búa á Sauðárkróki. Inga er fædd og uppalinn á Króknum og vinnur sem sjúkraliði á dvalarheimili HSN en Jón Gunnar er heimavinnandi húsfaðir og smiður. Þau eiga fjögur börn og þrjá unglinga og þá er gott að matreiða einfalda og þægilega rétti sem öllum á heimilinu þykja góðir.
Meira

Þórhildur M. Jónsdóttir nýr formaður Samtaka smáframleiðenda matvæla

Þórhildur M. Jónsdóttir á Sauðárkróki hefur verið kosinn nýr formaður Samtaka smáframleiðenda matvæla. Markmið samtakanna eru meðal annars að stuðla að og vinna að hagsmunamálum smáframleiðenda matvæla á öllum sviðum.
Meira

Tveir í einangrun á Norðurlandi vestra

Fimmtíu Covid-19 innanlandssmit greindust sl. sólarhring á landinu öllu og eru því 1.022 einstaklingar í einangrun. Á Covid.is eru tveir skráðir í einangrun sem lögheimili eiga á Norðurlandi vestra og sjö í sóttkví en samkvæmt upplýsingum frá aðgerðastjórn lögreglunnar eru þau fimm sem eru í sóttkvínni á svæðinu.
Meira

Veggöng undir Öxnadalsheiði vænlegasti kosturinn

Gerð 10 km vegganga undir Öxnadalsheiði talinn vænlegasti kostur vegtengingar milli Norðausturlands og suður- og vesturhluta landsins af þeim sem þátt tóku í skoðanakönnun sem Gallup vann fyrir Samgöngufélagið dagana 27. ágúst til 23. september sl. Gerð nýs vegar um svonefnda Húnavallaleið sunnan Blönduóss þótti einnig vænlegur kostur. Rímar þetta við kannanir fyrri ára.
Meira

Sigrún Birna Steinarsdóttir nýr formaður UVG

Landsfundur Ungra vinstri grænna fór fram í gegnum fjarfundarbúnað laugardaginn 10. október 2020 þar sem fram fór málefnavinna og stjórnarkjör auk þess sem flutt var erindi um íbúalýðræði. Sigrún Birna Steinarsdóttir var kjörin formaður Ungra vinstri grænna til eins árs.
Meira

Ertu með hugmynd?

Uppbyggingarsjóður Norðurlands vestra auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna ársins 2021. Um er að ræða atvinnuþróunar- og nýsköpunarstyrkir, verkefnastyrkir á menningarsviði og stofn- og rekstrarstyrkir á menningarsviði. Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 mánudaginn 16. nóv. nk.
Meira

Meira en lífsstíll

Það er deginum ljósara að orðaval landbúnaðarráðherra, um að sauðfjárrækt væri lífsstíll þegar rætt var um vanda greinarinnar, var særandi og kom flatt upp á bændur og fleiri. Að neita fyrir það gerir lítið annað en ýfa fólk enn meir en nú er orðið. Ég harma það sérstaklega að sjá á eftir góðu fólki úr Sjálfstæðisflokknum vegna þessa. Sauðfjárrækt hefur verið hluti af samfélagsgerð okkar um aldir og -ásamt fiskinum- jafnvel haldið í okkur lífinu á erfiðustu tímum sögunnar. En tímarnir breytast og mennirnir með og undanfarin ár hefur neysla lambakjöts sannanlega dregist saman með tilheyrandi tekjuskerðingu hjá bændum.
Meira

Enn eru orð landbúnaðarráðherra fordæmd

Stjórn Kjördæmafélags Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem lýst er yfir vantrausti á Kristján Þór Júlíusson, landbúnaðarráðherra. Þar er fullyrt að hann hafi ítrekað sýnt að hann valdi ekki því embætti, þar á meðal með því að gera lítið úr sauðfjárbændum og telur hann þá vera að stunda lífstíl með atvinnu sinni líkt og tómstundaiðkun fólks.
Meira

Boltaleikir settir á ís í bili

Knattspyrnusamband Íslands hefur ákveðið vegna aðstæðna í samfélaginu og hertra aðgerða yfirvalda til að sporna við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins, að fresta mótahaldi innanlands í öllum aldursflokkum í eina viku. Þá verður ákvörðun tekin um framhaldið. Körfuknattleikssamband Íslands hefur af sömu ástæðu frestað öllum leikjum á sínum vegum til og með 19. október.
Meira