V-Húnavatnssýsla

Neyðarstig almannavarna virkjað á miðnætti

Meira

Lið Kormáks/Hvatar endaði í fjórða sæti

Í gær mættust Kormákur/Hvöt og Hamar í leik um þriðja sætið í úrslitakeppni 4. deildar. Leikið var á Domusnova-vellinum í Breiðholti Reykjavíkur. Það voru Hvergerðingar sem gerðu eina mark leiksins og hömpuðu því beiskum bronsverðlaunum í leikslok en bæði lið spila áfram í 4. deild að ári.
Meira

Er lélegur kokkur að mati strákanna minna

Matgæðingur í tbl 35 í Feyki var hún Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra, en hún tók við þeirri stöðu þann 15. ágúst 2019. Áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri afmælisnefndar aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands. Einnig starfaði hún í tíu ár hjá Eyþingi, sambandi sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, sem menningarfulltrúi og verkefnastjóri uppbyggingarsjóðs.
Meira

Boltinn í dag og um helgina

Ótrúlegt en satt þá verður spilaður fótbolti og körfubolti í dag og um helgina. Kvennalið Tindastóls spilar á Akranesi í dag en leiknum var flýtt, átti að fara fram á morgun en hefst semsagt kl. 17:30 í dag í Akraneshöllinni. Með sigri verða Stólastúlkur meistarar í Lengjudeildinni sem sannarlega væri einstakur árangur í knattspyrnusögu Ungmennafélagsins Tindastóls.
Meira

Enn á ný lengist skólaakstur vegna lélegs ástands Vatnsnesvegar

Íbúar á Vatnsnesi í Húnaþingi vestra eru orðnir langþreyttir á ástandi vegarins um nesið sem hefur margoft ratað í fréttir vegna óboðlegra akstursskilyrða. Nú hefur verið tekin sú ákvörðun að lengja aksturstíma skólabíls á leið fimm og leggur því fyrr af stað. Á heimasíðu Grunnskóla Húnaþings vestra kemur fram að nýja aksturstaflan gildir meðan vegurinn leyfi ekki eðlilegan ökurhraða.
Meira

Eitt bros getur skipt máli

Stundum þarf ekki annað en eitt bros til að gera daginn betri, hvort sem það ert þú sem gefur það frá þér eða að þú fáir bros frá einhverjum öðrum. Eitt fallegt bros fyrir þann sem hefur átt slæman dag gæti bætt upp daginn fyrir viðkomandi, það þarf oft svo lítið til að fá fólk til að brosa.
Meira

Ert þú að nota grímuna rétt?

Almannavarnir hafa gefið út myndband um grímunotkun. En þær eru mikilvæg viðbót við einstaklingsbundnar sóttvarnir og nauðsynlegar þar sem erfitt er að virða fjarlægðarmörk. Munum að þær koma ekki í stað handþvottar og annarra sóttvarna. Það er nauðsynlegt að nota grímurnar rétt annars gera þær ekkert gagn og veita falskt öryggi.
Meira

Bjarki stoltur af strákunum þrátt fyrir skell í Hafnarfirði

Síðari leikirnir í undanúrslitum 4. deildar fóru fram í gær og þar voru Húnvetningar með lið í eldlínunni. Kormákur/Hvöt sótti lið ÍH heim í Skessuna í Hafnarfirði. Eftir 1-1 jafntefli í fyrri leik liðanna á Blönduósi um liðna helgi þurftu bæði lið að sækja til sigurs og tryggja þannig sæti í 3. deild að ári. Því miður voru Hafnfirðingarnir í banastuði og gerðu nánast út um leikinn á fyrstu tíu mínútunum. Lokatölur voru 7-1 og okkar menn því áfram í 4. deild.
Meira

Smit kórónuveirunnar fari hægt fækkandi

Alls eru þrír í einangrun á Norðurlandi vestra vegna Covid-19 smita og fjórir í sóttkví. Tveir þeirra veiku eru staðsettir í Húnaþingi vestra, í póstnúmerinu 531, og einn á Sauðárkróki. Í sóttkví eru tveir í á Skagaströnd og sitthvor í Húnaþingi vestra í póstnúmerunum 500 og 531. Á Covid.is segir að sex sæti sóttkví á svæðinu en ástæðan getur verið sú að viðkomandi eigi lögheimili á Norðurlandi vestra en er ekki staddur þar.
Meira

Ert þú búin/n að fá þér kaffisopa í dag?

Ef ekki settu þá mikla ást og alúð í að útbúa fyrsta kaffibolla dagsins því þú þarft að halda upp á daginn, það er nefnilega alþjóðlegi kaffidagurinn.
Meira