Hvammshlíðardagatal komið út - Þriðja dagatalið úr fjöllunum
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
23.10.2020
kl. 09.09
Út er komið, þriðja árið í röð, dagatal Karólínu Elísabetardóttur í Hvammshlíð, þar sem dýrin á bænum fá að njóta sín á skemmtilegum ljósmyndum í bland við þjóðlegan fróðleik. Karólína segist hafa velt því mikið fyrir sér hvort hún ætti að halda áfram að gefa út dagatal en eftir nokkrar fyrirspurnir um mitt sumar varðandi „næsta dagatal“ ákvað hún að láta vaða. „Fróðleikur, sögur og skoðanir,“ er titill dagatalsins og innihaldið þar með að vissu leyti persónulegra, segir Karólína.
Meira
