V-Húnavatnssýsla

Hvammshlíðardagatal komið út - Þriðja dagatalið úr fjöllunum

Út er komið, þriðja árið í röð, dagatal Karólínu Elísabetardóttur í Hvammshlíð, þar sem dýrin á bænum fá að njóta sín á skemmtilegum ljósmyndum í bland við þjóðlegan fróðleik. Karólína segist hafa velt því mikið fyrir sér hvort hún ætti að halda áfram að gefa út dagatal en eftir nokkrar fyrirspurnir um mitt sumar varðandi „næsta dagatal“ ákvað hún að láta vaða. „Fróðleikur, sögur og skoðanir,“ er titill dagatalsins og innihaldið þar með að vissu leyti persónulegra, segir Karólína.
Meira

„Málið var misráðið, vanreifað og órannsakað“ - Sveinn Margeirsson sýknaður í „örslátrunarmálinu“

Sveinn Margeirsson, fv. forstjóri MATÍS og núverandi sveitarstjóri Skútustaðahrepps, hefur verið sýknaður í „örslátrunarmálinu“ svokallaða en dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands vestra þann 20. október sl. Á Facebook-síðu sinni rifjar Sveinn upp helstu atriði sem hann telur skipta máli varðandi þetta óvenjulega mál, „sem varpar á margan hátt ljósi á úreltan hugsunarhátt eftirlitskerfisins á Íslandi og þá samtryggingu sem felst í greiðslum stórra „eftirlitsþega“ til eftirlitsstofnana.“
Meira

Gerum betur – ný samfélagsstefna sjávarútvegsins

Íslenskur sjávarútvegur tekur hlutverk sitt alvarlega sem framleiðandi hágæða matvæla og ein af burðarstoðum efnahagslegrar hagsældar þjóðarinnar. Fyrirtæki innan vébanda Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hafa nú sameinast um stefnu í samfélagsábyrgð, sem grundvallast á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Megináherslurnar lúta að umhverfismálum og nýsköpun.
Meira

Húnaþing selur veiðileyfi á rjúpnalendur sínar sem fyrr

Rjúpnaveiðitímabilið hefst þann 1. nóvember nk. og stendur til og með 30. nóvember, frá og með föstudögum til og með þriðjudögum á því tímabili. Á heimasíðu Umhverfisstofnunar kemur fram að enn sé í gildi sölubann á rjúpum og óheimilt er að flytja út, bjóða til sölu eða selja rjúpur og rjúpnaafurðir. Húnaþings vestra hefur gefið út reglur og fyrirkomulag rjúpnaveiða í eignarlöndum sveitarfélagsins og selur veiðileyfi líkt og undanfarin ár.
Meira

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra opnar Dýrafjarðargöng rafrænt

Dýrafjarðargöng verða opnuð sunnudaginn 25. október nk. en athöfnin verður með óvenjulegu sniði í ljósi þess ástands sem ríkir í þjóðfélaginu. Stutt athöfn fer fram klukkan 14 í húsnæði Vegagerðarinnar Borgartúni 7 þar sem Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra mun halda ræðu sem útvarpað verður í þá bíla sem bíða þess að aka í fyrsta sinn í gegnum göngin.
Meira

Meira en minna – ábyrga leiðin

Leiðin út úr yfirstandandi atvinnukreppu er mikil áskorun. Ráð jafnaðarmanna við þessar aðstæður eru skýr, felast í því að fjölga störfum, efla velferð og að skjóta nýjum grænum stoðum undir útflutning og verðmætasköpun framtíðar. Lykilorðin eru vinna, velferð og græn uppbygging um land allt. Það er ábyrga leiðin og lítil hænuskref duga ekki.
Meira

Íþrótta- og heilsuræktarstarfsemi heimil með skilyrðum : Reglugerðir um sóttvarnaráðstafanir sem taka gildi á morgun

Reglugerðir Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um sóttvarnaráðstafanir sem taka gildi á morgun, þriðjudaginn 20. október, hafa verið staðfestar og verið birtar í Stjórnartíðindum í dag. Annars vegar er ný reglugerð um takmarkanir á samkomum vegna farsóttar og hins vegar breyting á reglugerð um takmarkanir á skólahaldi vegna farsóttar. Allt að 50 einstaklingum er heimilt að koma saman á æfingum og í keppnum á vegum ÍSÍ en áhorfendur bannaðir.
Meira

Engin smit og enginn í sóttkví á Norðurlandi vestra

Þau ánægjulegu tíðindi bárust í dag frá aðgerðar­stjórn al­manna­varna á Norðurlandi vestra að eng­inn er nú í ein­angr­un eða sótt­kví á svæðinu. „Hún er ein­stak­lega ánægju­leg tafl­an okk­ar í dag. Höld­um vöku okk­ar, sinn­um okk­ar per­sónu­lega sótt­vörn­um og sam­an kom­umst við í gegn­um þetta,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.
Meira

Gangnamannamaturinn

Það er bóndinn og ráðunauturinn Sigríður Ólafsdóttir í Víðidalstungu sem var matgæðingurinn í tbl 37 en það var hún Ragnheiður Jóna sveitarstjóri Húnaþings vestra sem skoraði á hana að taka við af sér.
Meira

Skeggjastaðir í Miðfirði (Skeggvaldsstaðir) - Torskilin bæjarnöfn

Hæpið er að bærinn hafi upphaflega heitið Skeggkalls- (Safn IV. 443) enda finst sá ritháttur hvergi. Elzta vitnisburðarbrjet um nafnið, er frá árinu 1394 og síðan endurritað árið eftir og á báðum stöðum er nafnið ritað: Skeggalds- (DI. lll. 540 og 595). Jafnvel til 1700 hefir nafnið haldist lítið breytt, því Árni Magnússon ritar þá Skeggvalds- (eða Skegghalds-) (Jarðabók 1703). Eftir það gleymist nafnið, og jarðabækurnar hafa Skeggja- (og Ný Jb. bls. 98 hefir Skeggalds- (í svigum).
Meira