V-Húnavatnssýsla

Kristján Þór Júlíusson harðlega gagnrýndur af ummælum sínum um stöðu sauðfjárræktar á Íslandi

Landssamtök sauðfjárbænda gagnrýna harðlega málflutningi Kristjáns Þórs Júlíussonar, Sjávarútvegsráðherra, á Alþingi þann 6. október, þess efnis að sauðfjárbændur telji að sauðfjárrækt á Íslandi snúist um lífstíl og að afkoma greinarinnar skipti ekki máli. Þá hafa ungt Framsóknarfólk lýst yfir vantrausti á ráðherra og þykja ummæli hans taktlaus.
Meira

Vilja takmarka ferðalög á höfuðborgarsvæðið

Aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra hefur verið mönnuð í ljósi færslu af hættustigi yfir á neyðarstig á landinu öllu, segir í tilkynningu á Facebook-síðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra, en það hefur hún ekki verið síðan neyðarstigi almannavarna var aflétt í vor. Í færslunni segir að aðgerðastjórn hafi þungar áhyggjur af ástandinu og þeirri þróun sem við blasir þó svo að ástandið á Norðurlandi vestra sé ásættanlegt, aðeins þrír í einangrun.
Meira

Skapandi tækifæri fyrir öll börn á Íslandi

Öllum grunnskólanemum landsins gefst nú tækifæri á að taka þátt í áhugaverðum og skapandi menningarverkefnum í gegnum verkefnið List fyrir alla, sem skipulagt er af mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Markmið verkefnisins er að velja og miðla listviðburðum af margbreytilegu tagi til barna og ungmenna um land allt.
Meira

Skellti í eitt ljóð í tilefni dagsins... vertu með:)

Því í dag, 7. október, er nefnilega alþjóðlegi ljóðadagurinn. Ég gerði því tilraun til að skella í eitt en held að þetta sé meira vísa...
Meira

Óboðinn gestur fór inn í hús á Siglufirði

Í fyrrinótt gekk dökkklæddur fremur lágvaxinn maður með svarta skíðagrímu fyrir andlitinu inn í nokkur hús í suðurbænum á Siglufirði en eftir því sem fram kemur á Trölla.is er ekki vitað hvort fleiri þjófar en hann hafi verið á ferðinni. Ekki var um innbrot að ræða, þar sem hann fór inn var óslæst og telst það vera húsbrot að sögn lögreglunnar en að minnsta kosti tveir einstaklingar urðu mannsins varir og varð þeim mikið um að mæta honum innandyra hjá sér.
Meira

Björn J. Sighvatz tilnefndur til Íslensku menntaverðlaunanna

Mennta- og menningarmálaráðherra kynnti í gær tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna 2020. Markmið verðlaunanna er að auka veg menntaumbótastarfs og vekja athygli samfélagsins á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi með börnum og unglingum. Björn J. Sighvatz, kennari á málmsmíða- og vélstjórnarbraut Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, fékk tilnefningu fyrir framúrskarandi kennslu, meðal annars við að hvetja nemendur til dáða og stuðla að góðum námsárangri þeirra.
Meira

Óréttlæti og framfarir

Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur fyrir árið 2021 er að finna löngu tímabær tíðindi. Við breytingar á lögum um málefni raforku árin 2003 og 2005 voru m.a. gerðar grundvallarbreytingar á forsendum fyrir gjaldskrá á dreifingu raforku. Aðskilnaður orkusölu og flutnings var grundvallarmál þeirra breytinga. Ekki ætla ég frekar að fjalla hér um orkusöluna.
Meira

Takmörkun á skólastarfi FNV

„Samkvæmt 5. grein reglugerðar 958/2020 er skólastarf heimilt í öllum byggingum framhaldsskóla að því tilskildu að nemendur og starfsfólk geti haft minnst eins metra fjarlægð sín á milli og hámarksfjöldi nemenda í hverri kennslustofu fari ekki yfir 30. Blöndum nemenda á milli hópa er ekki heimil,“ segir á heimasíðu Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra en það þýðir að allt almennt bóklegt nám færist í fjarfundakerfið Teams í skólanum.
Meira

Brúðulistahátíðin á Hvammstanga verður haldin þrátt fyrir hertar sóttvarnarreglur

Þrátt fyrir strangari reglur um fjölda einstaklinga sem saman kemur, m.a. í leikhúsum, hafa aðstandendur brúðulistahátíðarinnar HIP (Hvammstangi International Puppetry Festival) ákveðið að halda hátíðina.
Meira

Ljós og hiti á landsbyggðinni

Það kostar margfalt meira að kveikja ljós í eldhúsinu hjá vini mínum sem býr á landsbyggðinni en heima á Akranesi. Er á þessu einhver skynsamleg og sanngjörn skýring? Nei, ekki þegar um er að ræða sjálfsagða grunnþörf hvers heimilis í nútímasamfélagi.
Meira