V-Húnavatnssýsla

Kalt vatn tekið af á Hvammstanga

Á vef Húnaþings vestra kemur fram að vegna bilunar verði skrúfað fyrir kalda vatnið á Hvammstanga í dag. Verður vatnið tekið af á Höfðabraut, Brekkugötu og Lækjargötu frá kl 13:00 í dag í einhvern tíma fram eftir degi.
Meira

Símamótið 2020

Um helgina fór Símamótið fram í Smáranum í Kópavogi. Má segja að það sé Íslandsmót stúlkna í fótbolta í 5., 6. og 7. flokki þar sem þetta er stærsta fótboltamót landsins. Keppendur voru um 2.400 í 370 liðum og hafa aldrei verið fleiri. Miklar breytingar voru gerðar á mótahaldi vegna COVID og í raun má segja að um þrjú aðskilin mót hafi verið að ræða. Flokkarnir voru hver á sér svæði og lítill sem enginn samgangur á milli þeirra svæða. Fjöldi áhorfenda var takmarkaður og aðgengi fullorðinna annarra en þjálfara og liðsstjóra var enginn inn á aðra viðburði mótsins. Þótti mótið takast vel og var ekki annað að sjá en að stúlkurnar fengju að njóta sín á vellinum.
Meira

Gul veðurviðvörun

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir Strandir og Norðurland vestra sem gildir frá klukkan 16 og til miðnættis. Lægð fer yfir landið í dag og henni fylgir talsverð úrkoma og vindur. Spáð er allhvassri eða hvassri norðaustanátt og talsverðri eða mikilli rigningu á Ströndum. Búast má við auknu afrennsli og vatnavöxtum í ám og lækjum sem eykur hættu á flóðum og skriðuföllum. Veðrið verður slæmt til útivistar.
Meira

RÚV og þúfnahyggjan

Í fréttum RÚV í vikunni var teiknuð upp sú mynd að flutningur opinberra starfa frá landsbyggðinni til höfuðborgarinnar væri eðlileg þróun og ef að æðstu ráðamenn þjóðarinnar reyndu að andæfa gegn þessari þróun væri það kjördæmapot og spilling, helst í boði framsóknarmanna. Fréttin hleypti út á mér ofnæmisviðbrögðum, bæði var hún ónákvæm og einnig var uppleggið skakkt, sjónarhornið var að störfin eiga heima í Reykjavík og einungis þangað sé hægt að ráða hæft fólk. Framsóknarráðherrar áttu að sitja eftir með skaðann en niðurstaðan er sú að fréttastofa Ríkisútvarps landsmanna situr uppi með skömmina.
Meira

9,5 milljónir úr Safnasjóði á Norðurland vestra

Úr aukaúthlutun sem Safnasjóður úthlutaði á dögunum fengu söfn á Norðurlandi vestra alls 9,5 milljónir króna til ýmissa verkefna. Alls var úthlutað 217.367.000 kr. úr sjóðnum: 111 styrkir úr aðalúthlutun safnasjóðs, 13 öndvegisstyrkir og 37 verkefni fengu flýtta aukaúthlutun 2020. Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna hlaut hæsta einstaka styrk safna á Norðurlandi vestra.
Meira

Heitavatnslaust í dag á Hvammstanga, Laugarbakka, Miðfirði og Víðidal

Heitavatnslaust verður í dag mánudaginn 13. júlí á Hvammstanga, Laugarbakka, Miðfirði og Víðidal þar sem verið er að skipta um dælu í borholu og gera breytingar á dælustöð á Laugarbakka. Lokað verður fyrir vatnið um kl 15 og verður lokað í nokkrar klukkustundir, jafnvel fram eftir kvöldi.
Meira

Lárperuforréttur, lambasteik og ömmurabarbaradesert

Matgæðingar vikunnar í 27. tölublaði Feykis árið 2018 voru þau Ásdís S. Hermannsdóttir og Árni Ragnarsson á Sauðárkróki. Ásdís er kennari á eftirlaunum og hafði þá síðustu tvö árin unnið í afleysingum við kennslu og í gamla læknaritarastarfinu sínu og sagðist alltaf mjög glöð þegar „kallið kæmi“ að hitta gamalt samstarfsfólk og rifja upp gamla takta. Annars er uppáhaldsiðjan að vera amma og njóta barnabarnanna. Árni er arkitekt og starfaði sem sérfræðingur á þróunarsviði Byggðastofnunar.
Meira

Framleiðendur á ferðinni

Tólf smáframleiðendur á Norðurlandi vestra og Vörusmiðja BioPol hafa tekið höndum saman um skemmtilegt verkefni en þeir hyggjast verða á ferðinni um svæðið í sumar á smábíl sínum og bjóða vörur sínar til sölu.
Meira

Unglingalandsmóti UMFÍ á Selfossi frestað um ár

Framkvæmdanefnd Unglingalandsmóts UMFÍ hefur ákveðið að fresta Unglingalandsmóti UMFÍ, sem fyrirhugað var að halda á Selfossi nú um verslunarmannahelgina, um ár. Ákvörðunin var tekin í samráði við almannavarnir og sóttvarnarlækni en skipulag mótsins er flókin og ljóst að erfitt yrði að tryggja öryggi gesta á mótinu.
Meira

Risa hængur veiddist í Blöndu

Í gær veiddist stærsti fiskur sumarsins í Blöndu. Á FB síðunni Blanda-Svartá kemur fram að það hafi verið breski veiðimaðurinn Nigel Hawkins sem tókst að landa 105 sentímetra löngum hæng á Breiðunni að norðanverðu eftir mikla baráttu. Tók fiskurinn rauða Frances með kón. Áður hafði veiðst 101 sentímetra hrygna í júní og tók hún svartan Frances með kón.
Meira