V-Húnavatnssýsla

Ef það er ekki gaman, þá er leiðinlegt:: Áskorandapenninn Júlíus Róbertsson, Hrútafirði

Rassmass, minn uppáhalds frændi, skoraði á mig að skrifa pistil og ber ég honum litlar þakkir fyrir. Þó yljaði það mér um minn beina haus að heyra hversu beinn honum þykir hann vera. Tel ég að hann hafi beinkast mikið eftir því sem höfuðhárunum fækkaði, aldurinn hækkaði og bumban stækkaði. Ég er ekki sammála því að hans perulaga haus sé ekki beinn. Þetta er allt spurning um hvernig maður lítur á hausana.
Meira

Norðanátt og kólnandi veður næstu daga

Veðurútlitið næstu daga minnir frekar meira á haustspá en sumarspánna sem við óskum eftir. „Norðan­átt­in ger­ir sig aft­ur heim­an­komna um helg­ina og verður all­hvöss norðvest­an til og á Suðaust­ur­landi. Henni fylg­ir að venju úr­koma, nú í formi rign­ing­ar með svölu veðri á norðan- og aust­an­verðu land­inu en úr­komu­mest verður á sunnu­dag,“ seg­ir veður­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands í hug­leiðing­um sín­um um veðrið næstu daga.
Meira

Orðsending til sláturleyfishafa

Stjórn Félags sauðfjárbænda í Austur-Húnavatnssýslu fagnar þeim tíðindum að samruni Kjarnafæðis og Norðlenska sé í farvegi. Vonandi hefur þessi samruni í för með sér hagræðingu sem getur skilað sér í hærra afurðaverði til sauðfjárbænda. Stjórnin hvetur alla sláturleyfishafa til að borga ekki lægra verð heldur en viðmiðunarverð Landssamtaka sauðfjárbænda á komandi sláturtíð (viðmiðunarverð birt á heimasíðu LS, 16. júlí 2020).
Meira

Stuðmenn á Hvammstanga í kvöld

Áfram heldur stuðið á Eldi í Húnaþingi á Hvammstanga. Stuðmenn, ein ástsælasta hljómsveit landsins, heldur tónleika í Félagsheimilinu á Hvammstanga í kvöld, á þriðja degi Elds í Húnaþingi. Húsið opnar klukkan 20 en tónleikarnir sjálfir hefjast hálftíma síðar og standa til 23. Aldurstakmark er 18 ár og Eldsbarinn verður á staðnum.
Meira

Undurfagurt spilerí Ásgeirs og Júlíusar í Sauðárkrókskirkju

Vestur-Húnvetningarnir Ásgeir Trausti og Júlíus Aðalsteinn mættu í Sauðárkrókskirkju í gær og sungu og léku undurfagra tónlist sína af einstakri list. Þetta var í fyrsta skipti sem Ásgeir heldur tónleika á Króknum. Kirkjan var sneisafull og ekki var annað að sjá en kirkjugestir hafi notið frábærs flutnings á lágstemmdum lögum Ásgeirs.
Meira

Úthlutun úr Öndvegissjóði Brothættra byggða

Þann 9. júlí sl. var 40 milljónum úr Öndvegissjóði Brothættra byggða úthlutað til sex verkefna í Brothættum byggðum. Á heimasíðu Byggðastofnunar kemur fram að fjórtán umsóknir hafi borist um styrki að upphæð kr. 162,5 milljónir en aðeins sex verkefni hlotið styrki.
Meira

Eldur í Húnaþingi - Hörku dagskrá framundan

Eldur í Húnaþingi er nú tendraður í 18. sinn en dagskrá hófst í gærmorgun, miðvikudag, með dansnámskeiði fyrir börn og stendur hátíðin fram á sunnudag. Hver viðburðurinn rekur annan og óhætt að telja að tónlistarfólk eigi eftir að halda uppi stemningu.
Meira

Smökkuðu Bláan Opal í beinni

Blár Opal er eflaust það sælgæti sem Íslendingar sakna hvað mest miðað við orðið á götunni. Viðmælendur Feykis í tbl. 28 í spurningu vikunnar voru allavega sammála um að allir vildu fá Bláan Opal er þeir voru spurðir hvaða vöru þeir vildu fá aftur sem væri hætt í framleiðslu. Þáttastjórnendur morgunþáttarins Ísland vaknar á K100 duttu heldur betur í lukkupottinn í vikunni er þeim áskotnaðist heill pakki af sælgætinu goðsagnakennda og jöppluðu á því í beinni.
Meira

Þingmaður Pírata gefur út partýspil

Þingspilið - með þingmenn í vasanum - er komið í sölu á íslensku hópfjármögnunarsíðunni Karolina Fund. Spilið fer í prentun ef 800 þúsund krónur safnast og verður sent heim að dyrum fyrir næstu jól. Það er Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, sem er höfundur spilsins.
Meira

Þjóðminjasafn Íslands safnar frásögnum um ísbirni

„Ísbjarnarsögur“ er heiti á nýrri spurningaskrá sem Þjóðminjasafn Íslands sendir út um þessar mundir. Tilgangurinn með henni er að safna minningum fólks um ísbirni með áherslu á að rannsaka ferðir þeirra til Íslands í sögulegu og samtímalegu samhengi. Spurningaskráin er hluti af þriggja ára rannsóknarverkefni sem unnið er í samstarfi íslenskra og alþjóðlegra háskóla og safna. Það er styrkt af Rannsóknasjóði Rannís 2019-2021.
Meira