V-Húnavatnssýsla

Eyjólfur Ármannsson í oddvitasæti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi

Eyjólfur Ármannsson, alþingismaður og lögfræðingur, mun leiða lista Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi í komandi þingkosningum. Lilja Rafney Magnúsdóttir, fyrrum alþingismaður, skipar 2. sæti listans og Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, skipar 3. sætið.
Meira

Nú skiptir Feykir.is yfir í læstar fréttir

Eins og nefnt var í leiðara Feykis í síðustu viku þá hefur verið ákveðið að loka fyrir ókeypis aðgang að megninu af fréttum og öðru efni sem hingað til hefur staðið öllum opið á Feykir.is. Eru lesendur hvattir til að styrkja útgáfuna og gerast rafrænir áskrifendur.
Meira

Framsókn í farsæld | Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar

Nú eftir dramatísk stjórnarslit er blásið til kosninga til Alþingis eftir þriggja ára kjörtímabil. Við í Framsókn göngum til kosninga af jákvæðni og bjartsýni. Jákvæð af því að við höfum góða sögu að segja. Bjartsýn því við sjáum að við erum á réttri leið út úr efnahagslægð síðustu missera og áfalla. Við höldum áfram og segjum „þetta er allt að koma!“ Það er vegna þess að við höfum verkfæri og hæfni til að standa við þau orð.
Meira

Mjög skiljanleg umræða um EES | Hjörtur J. Guðmundsson

Vaxandi umræða um það hvort rétt sé fyrir okkur Íslendinga að vera áfram aðilar að EES-samningnum er afar skiljanleg þó Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, telji hana óskiljanlega samanber pistill hennar í Morgunblaðinu á dögunum þar sem hún hélt því enn fremur meðal annars fram að án samningsins færum við aftur í torfkofana. Eða eins og hún kaus að orða það: „Eins og það sé einhver glóra í því fyrir þjóð sem á allt sitt undir viðskiptum við önnur lönd að forða sér aftur inn í torfkofana.“
Meira

„Skemmtilegast finnst mér að setja saman mynstur og gera eins og mér hentar“

Una Aldís býr á Hólaveginum á Króknum, er gift Stefáni Guðmundssyni og eiga þau þrjá syni. Tveir eru farnir suður í háskóla en sá yngsti enn heima. Una vinnur hjá KPMG, spilar blak með Krækjum og mætir eldsnemma í ræktina 550 með hinum morgunhönunum.
Meira

Verkfallsbroti mótmælt við leikskólann Ársali á Sauðárkróki

Á miðnætti hófust verkföll í níu skólum á landinu en kennarar eiga nú í samningaviðræðum við samninganefnd sveitarfélaganna um bætt kjör en þar hefur lítið þokast að því er virðist. Leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki er einn þessara níu skóla en það var ljóst í gær að sveitarfélagið Skagafjörður ætlaði ekki að virða viðmiðunarreglur KÍ þegar gefið var út að Leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki ætti að vera opinn og lágmarksstarfsemi ætti að vera í leikskólanum. Leikskólakennarar í Ársölum, kennarar í Lundaskóla á Akureyri og Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, voru mætt fyrir utan Ársali í morgun til að mótmæla því að leikskólinn yrði opinn.
Meira

Ingibjörg í fyrsta og Gunnar Bragi öðru hjá Miðflokknum

Uppstillinganefnd Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi lagði til að Ingibjörg Davíðsdóttir leiði lista Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar en listi flokksins var kynntur til sögunnar í gær. Ingibjörg kemur þar með í stað Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, sem skipaði fyrsta sæti í kjördæminu áður en færir sig nú yfir í annað kjördæmi. Gunnar Bragi Sveinsson skipar annað sæti listans.
Meira

Guðmundur Hrafn í efsta sæti hjá Sósíalistaflokknum

Í tilkynningu frá Sósíalistaflokknum segir að uppstillinganefnd hafi tilnefnt Guðmund Hrafn Arngrímsson formann Leigjendasamtakanna sem oddvita fyrir framboð Sósíalista í Norðvesturkjördæmi. Guðmundur Hrafn er fimm barna faðir ættaður úr Reykhólasveit og Árneshreppi á Ströndum en alinn upp í Bolungarvík.
Meira

Stefán Vagn leiðir lista Framsóknar

Kjördæmissamband Framsóknar í Norðvesturkjördæmi hefur samþykkt framboðslista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi á fjölmennu aukaþingi sambandsins rétt í þessu. Í fréttatilkynningu frá Framsókn segir að listinn samanstendi af reynslumiklu fólki sem býr og starfar um allt kjördæmið en í fyrsta sæti er Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður og varaformaður fjárlaganendar, Skagafirði.
Meira

Snati smaladróni snýr á féð

Hjónin Högni Elfar Gylfason og Monika Björk Hjálmarsdóttir eru sauðfjárbændur á Korná í Lýtingsstaðahreppi hinum forna í Skagafirði. Hjá þeim býr Birna Hjördís Jóhannesdóttir móðir Bjarkar. Björk er búfræðingur frá Hólaskóla, en Högni er vélfræðingur og vélvirkjameistari frá VMA og Vélskóla Íslands. Þau búa með vel á fjórða hundrað fjár ásamt fáeinum merum og reiðhestum. Högni grípur í fjölbreytileg verkefni utan bús þegar tími gefst og þá aðallega fyrir bændur í Skagafirði, en Björk sér um bústörfin á meðan.
Meira