V-Húnavatnssýsla

Kvöldopnun á Aðalgötunni í kvöld

Í kvöld verður árlega kvöldopnun hjá fyrirtækjunum á Aðalgötunni á Sauðárkróki og óhætt að segja að það verður margt spennandi í boði.
Meira

Ert þú með lausa skrúfu? | Frá Grófin Geðrækt

Oft er grínast með það að fólk sem glímir við andleg veikindi séu með lausa skrúfu, jafnvel fleiri en eina. Hugmyndin að nafni á vitundarvakningu til að auka meðvitund okkar allra um að gæta vel að andlegri heilsu, efla forvarnir og minnka fordóma gagnvart andlegum veikindum, er einmitt sótt í þetta saklausa grín. Það eru notendur Grófarinnar Geðræktar á Akureyri sem standa að baki Lausu Skrúfunni og er það eitt valdeflandi nýsköpunarverkefna sem þar er unnið. Því er ætlað að bæta samfélagslega vitund okkar allra um mikilvægi þess að hugsa vel um sína andlegu heilsu, hlúa að og rækta sem forvörn. Einnig að hjálpa fólki að leita sér aðstoðar þegar þess er þörf og í því samhengi að berjast gegn sínum innri fordómum ekki síður en ytri.
Meira

Efnilegir lagahöfundar í Húnaþingi komnir í úrslit Málæðis

List fyrir alla hefur staðið fyrir listatengdum verkefnum í grunnskólum á Íslandi síðustu ár. Í gær fékk hópur stúlkna í Grunnskóla og Tónlistarskóla Húnaþings vestra þær fréttir að lag sem þær höfðu samið og sent inn í keppni á vegum Listar fyrir alla hafði verið valið sem eitt af þremur lögum sem keppa til úrslita. Það var Valdimar Gunnlaugsson, tónlistarstjóri húsbandsins í skólanum, sem fékk skemmtilega upphringingu frá Hörpu Rut Hilmarsdóttur, sem ein þeirra sem er í forsvari fyrir List fyrir alla, með þessum fínu fréttum.
Meira

Sjö nýsköpunarteymi af Norðurlandi hafa verið valin til þátttöku í Startup Stormi

Sjö nýsköpunarteymi af Norðurlandi hafa verið valin til þátttöku í viðskiptahraðlinum Startup Stormi sem hófst 3. október síðastliðinn. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá SSNV. 
Meira

Loppumarkaður í Húnabúð

Loppumarkaður verður í Húnabúð á Blönduósi næstkomandi laugardag og sunnudag frá kl 13:00 til 17:00.
Meira

Fullkomlega óskiljanlegt|Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Tólf prósent kjósenda myndi greiða Sjálfstæðisflokknum atkvæði sitt ef gengið yrði til þingkosninga nú miðað við skoðanakönnun Prósents sem birt var í Morgunblaðinu um síðustu helgi. Á sama tíma myndu 18% kjósa Miðflokkinn. Þessi þróun hefur verið í gangi um hríð en þó einkum undanfarnar vikur þar sem ekki er hægt að segja annað en að fylgi Sjálfstæðisflokksins hafi hreinlega hrunið á skömmum tíma.
Meira

Spáð snjókomu og éljum á morgun

Færð á vegum á Norðurlandi vestra er alla jafna góð nú að morgni en víðast hvar er greiðfært. Þó eru hálkublettir í Blönduhlíð og á Öxnadalsheiði og sömuleiðis á Þverárfjalli og á stöku stað á þjóðvegi 1 í Húnavatnssýslum. Útlit er fyrir ágætis veður í dag en með kvöldinu þykknar upp og má búast við snjókomu í nótt en dregur úr með morgninum.
Meira

Valur Freyr ráðinn slökkviliðsstjóri í Húnaþingi vestra

Valur Freyr Halldórsson verður nýr slökkviliðsstjóri Brunavarna Húnaþings vestra frá 1. nóvember næstkomandi. Starfið, sem er 75% starf, var auglýst laust til umsóknar í síðasta mánuði með umsóknarfresti 1. október. Ein umsókn barst. Hvanndalsbróðirinn Valur hefur raunar gegnt starfinu frá í fyrra en þá var staðan auglýst til eins árs.
Meira

Fyrsti heimaleikur stelpnanna í Bónusdeildinni

Fyrsti heimaleikur stelpnanna í Bónusdeildinni fer fram í kvöld þegar Stjarnan kemur norður.
Meira

Þetta er allt að koma...| Eyjólfur Ármannsson skrifar

„Þetta er allt að koma“ eru einkunnarorð ríkisstjórnarinnar varðandi viðvarandi verðbólgu og þá óboðlegu vaxtakúgun sem almenningur hefur þurft að þola undanfarin ár. Ísland er með hæstu stýrivexti í hinum vestræna heimi. Aðeins fjögur lönd í Evrópu eru með hærri stýrivexti en Ísland: Rússland, Úkraína, Hvíta-Rússland og Tyrkland.
Meira