V-Húnavatnssýsla

Illviðri og úrkoma í kortunum upp úr miðri viku

Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði hafa verið opnaðar fyrir umferð en þeim var lokað í nótt vegna veðurs og færðar. Flestallir vegir á Norðurlandi vestra eru því færir en víða má reikna með hálku eða hálkublettum. Lægðagangur verður viðvarandi út vikuna með tilheyrandi úrkomu og hvassviðri. Appelsínugul viðvörun er fyrir Norðurland vestra frá kl. 15 á morgun, miðvikudag, og fram á miðjan fimmtudag.
Meira

Hvað þarf Sjálfstæðisflokkurinn? | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Framundan er landsfundur Sjálfstæðisflokksins þar sem við sjálfstæðismenn stöndum á ákveðnum tímamótum eftir það sem á undan er gengið. Ekki sízt með tilliti til forystumála flokksins. Við þurfum að geta sýnt kjósendum fram á það með trúverðugum hætti að um nýtt upphaf sé að ræða. Bæði þeim sem haldið hafa tryggð við flokkinn og ekki síður hinum sem ekki hafa talið sig getað haldið áfram að kjósa hann. Það verður ekki gert með því að bjóða upp á meira af því sama.
Meira

Fyrirliðinn Acai áfram með Kormáki/Hvöt

„Þau gleðitíðindi bárust að norðan með seinni rútunni að fyrirliði Kormáks Hvatar, Acai Nauset Elvira Rodriguez, hefði framlengt samning sinn og myndi leika með liðinu í sumar!.“ Þannig hófst tilkynning á Aðdáendasíðu Kormáks á Facebook í gærkvöldi en Acai hefur leikið 70 leiki með liði Kormáks/Hvatar á fjórum tímabilum.
Meira

Samningaviðræður þungar og erfiðar

Það er allt útlit fyrir að verkfall kennara skelli á í fyrramálið en um er að ræða 14 leikskóla þar sem verkföllin eru ótímabundin, kennarar sjö grunnskóla fara í verkfall ýmist í þrjár eða fjórar vikur en óljóst er með verkföll í framhalds- og tónlistarstkólum. Líkt og Feykir hefur áður greint frá eru kennarar leikskólans Ársala á leið í verkfall á ný.
Meira

Setið eftir með sárt ennið | Leiðari 4. tbl. Feykis 2025

Það er oft stutt á milli hláturs og gráturs og það á ekki hvað síst við í íþróttum og hvergi meir en í þjóðaríþróttinni, handbolta, þar sem vonir og væntingar eiga það til að rjúka upp í svo miklar hæðir að ekkert blasir við annað en hyldýpið þegar sætir draumarnir breytast í skelfilega martröð.
Meira

Tveir þriðju félaga í Félagi eldri borgara í Húnaþingi vestra mættu á blót

Það er líf og fjör á Facebook-síðu Félags eldri borgara í Húnaþingi vestra og nú um liðna helgi gaf að líta nokkrar myndir af prúðbúnum eldri borgurum á þorrablóti félagsins. Feykir spurði Guðmund Hauk Sigurðsson, formann félagsins, út í hvernig til hefði tekist og svaraði hann því til að 115 af 180 félögum hafi mætt á blótið. Ræðumaður kvöldsins var Helgi Björnsson í Huppahlíð en Rafn Benediktsson, formaður þorrablótsnefndar, stýrði samkomunni.
Meira

Húnabyggð mótmælir harðlega skerðingu byggðakvóta

Byggðarráð Húnabyggðar mótmælir harðlega þeirri skerðingu sem orðið hefur á byggðakvóta til sveitarfélagsins og til nágrannasveitarfélaga síðustu ár. Samkvæmt úthlutun matvælaráðuneytisins fær Húnabyggð 15 þorskígildistonn af byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2024/2025 en við það bætist eftirstöðvar á úthlutun fyrra árs þannig að ráðstöfunin á yfirstandandi fiskveiðiári er samtals 19,2 tonn. Húnabyggð hefur síðustu ár fengið 15 tonn úthlutað segir á huni.is.
Meira

Sveitarfélagið Skagaströnd tekur við rekstri Tónlistarskóla A-Hún

Á heimasíðu Sveitarfélags Skagastrandar segir að nú um áramótin hafi verið breyting á rekstri Tónlistarskóla Austur Húnvetninga. Áður hafi hann verið rekinn af byggðasamlagi Húnabyggðar og Skagastrandar en er nú rekinn eingöngu af Sveitarfélaginu Skagaströnd. Skólinn mun áfram þjónusta sama starfssvæði og rekstur fer fram með mjög svipuðum hætti.
Meira

Gula viðvörunin nær aðeins fram á morgundaginn

Í gærmorgun var gul veðurviðvörun fyrir allt landið um helgina en eitthvað hefur útlitið breyst. komin appelsínugul viðvörun á sumum landsvæðum í dag og fram yfir hádegi á morgun. Það er helst Breiðafjörðurinn sem fær þennan skell en í dag verður einnig bálhvasst á miðhálendinu og suðausturlandi. Gul viðvörun tekur gildi á Norðurlandi vestra kl. 16 í dag og stendur til kl. fimm í nótt – annars er helgin litlaus á svæðinu þegar kemur að viðvörunum.
Meira

Kynning á niðurstöðum umhverfismats á vindorkugarði í landi Sólheima

Þriðjudaginn 4. febrúar klukkan 17:00 verður haldinn kynningarfundur í Félagsheimilinu á Hvammstanga þar sem niðurstöður umhverfismats á vindorkugarði í landi Sólheima í Dalabyggð verða kynntar.
Meira