Hálka á vegum og víða þoka vestan Þverárfjalls
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
24.10.2024
kl. 09.35
Vegir eru færir á Norðurlandi vestra en í dag má reikna með slyddu og snjókomu á svæðinu. Það er hálka á flestum vegum sem stendur og því vissara fyrir ferðalanga að fylgjast með veðri og færð á vegum áður en lagt er í hann. Veðurstofan gerir ráð fyrir norðan og norðvestan 10-15 m/sek með slyddu eða snjókomu framan af degi en lægir smám saman og rofar til seinnipartinn. Hiti nálægt frostmarki.
Meira