Opnunartími hjá flugeldasölum fyrir þrettándann í Skagafirði
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
02.01.2025
kl. 12.58
Þeir sem misstu sig í gleðinni á gamláskvöld og skutu upp öllum birgðunum og gleymdu að taka smá til hliðar til að skjóta upp á þrettándanum þurfa ekki að örvænta. Það verður nefnilega opið hjá Skagfirðingasveit á Króknum mánudaginn 6. janúar frá kl. 14-18 og hjá Grettismönnum á Hofsósi sunnudaginn 5. janúar frá kl. 16-20.
Meira