V-Húnavatnssýsla

Gul viðvörun og lokaðir vegir

Gul viðvörun er nú í gildi á Norðurlandi vestra og er versnandi veður og vetrarfærð í landshlutanum. Spáð er norðaustan hvassviðri eða stormi í dag með úrkomu á Ströndum og við ströndina en hægari vindi og úrkomuminna í innsveitum. Búist er við talsverðum skafrenningi með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum.
Meira

Tímabundnar greiðslur vegna launa einstaklinga sem sæta sóttkví

Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt frumvarp félags- og barnamálaráðherra um tímabundnar greiðslur vegna launa einstaklinga sem sæta sóttkví samkvæmt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda án þess að vera veikir. Markmið frumvarpsins er að styðja atvinnurekendur sem greiða launamönnum sem sæta sóttkví laun þegar önnur réttindi, s.s. veikindaréttur samkvæmt kjarasamningum, eiga ekki við.
Meira

Fólki gæti verið synjað um innritun í flug

Utanríkisráðuneytið hefur sett á vefsíðu sína mikilvægar upplýsingar til Íslendinga sem eru á ferðalagi erlendis eða dveljast þar tímabundið og eiga rétt á heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Ef tvö af eftirfarandi atriðum eiga við þig mæla íslensk stjórnvöld með því að þú íhugir heimferð til Íslands:
Meira

Fjárveiting til kaupa á nýjum tankbíl til Brunavarna Húnaþings vestra

Á fundi sveitarstjórnar Húnaþings vestra sem haldinn var þann 12. mars síðastliðinn var lögð fram tillaga um viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2020 til kaupa á nýjum tankbíl fyrir Brunavarnir Húnaþings vestra.
Meira

Kennt í gegnum Teams forritið hjá FNV

Sú ákvörðun yfirvalda að framhaldsskólar landsins skuli loka frá með deginum í dag meðan samkomubann er í gildi kallar á breyttar aðferðir í skólahaldi með nútíma tölvutækni. Á heimasíðu FNV segir að það vilji svo til að kennarar við FNV hafi áralanga reynslu af kennslu í gegnum allskyns fjarfundatækni sem skólinn hyggst nýta á meðan á lokun framhaldsskóla stendur.
Meira

Gul veðurviðvörun víðst á landinu

Gul viðvörun vegna veðurs er í gildi fyrir Suðurland, Faxaflóa, Breiðafjörð, Strandir og Norðurland vestra, Austurland að Glettingi, Austfirði, Suðausturland og Miðhálendi en appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir Vestfirði.
Meira

Viðbrögð Almannavarna á NV-landi vegna COVID-19 faraldursins

Eins og alþjóð veit þá geisar nú skæður veirufaraldur, sem veldur veikinni COVID-19. Síðan síðastliðinn föstudag, 6. mars, hafa almannavarnir á Íslandi starfað á neyðarstigi almannavarna, sem er hæsta viðbúnaðarstig þeirra. Hluti af viðbrögðum almannavarna er samkomubann, sem tekur gildi á miðnætti aðfaranótt mánudagsins 16. mars og stendur í fjórar vikur. Bannið gerir samkomur með fleiri en 100 þáttakendum óheimilar. Á sama tíma eru settt þau skilyrði á samkomur með færri en 100 þátttakendum að þar sé það pláss að hægt sé að hafa a.m.k. 2 metra á milli manna. Einnig er sett bann við skólahaldi í framhalds- og háskólum, en á okkar svæði er um að ræða Fjölbrautaskóla Norðurlands Vestra og Háskólann á Hólum. Nánari útfærslur á því hvernig staðið er að þessum lokunum hjá skólunum má finna á heimasíðum þeirra.
Meira

Pönnufiskur og pæ á eftir

Það voru þau Sigurveig Sigurðardóttir og Sigmar Guðni Valberg á Stóru-Giljá í Húnavatnshreppi sem gáfu lesendum uppskriftir í ellefta tölublaði ársins 2018. Sigurveig starfar sem íþróttakennari í Húnavallaskóla og Sigmar er rafvirki hjá Tengli en auk þess reka þau ferðaþjónustu á Stóru-Giljá. Saman eiga þau þrjú börn sem öll sækja nám við leikskólann Vallaból. „Fyrir valinu varð pönnufiskur og eplapæ, hvoru tveggja auðveldir en verulega bragðgóðir réttir,“ segja þau.
Meira

Frumvarp til að tryggja að sveitarstjórnir geti starfað við neyðarástand

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur lagt fram frumvarp um breytingu á sveitarstjórnarlögum sem ætlað er að skapa sveitarfélögum svigrúm til að bregðast við neyðarástandi og tryggja að sveitarstjórnir verði starfhæfar. Í frumvarpinu er lagt til að ráðherra geti veitt sveitarstjórnum tímabundna heimild að til víkja frá tilteknum ákvæðum sveitarstjórnarlaga til að sveitarstjórn sé starfhæf við neyðarástand og til að auðvelda ákvarðanatöku að því er segir á vef stjórnarráðsins.
Meira

HVAÐ ÞÝÐIR SAMKOMUBANN?

Samkvæmt nýjustu upplýsingum á vef Stjórnarráðsins kemur fram að með samkomubanni er átt við skipulagða viðburði þar sem fleiri en 100 manns koma saman. Við öll minni mannamót þarf auk þess að tryggja að nánd milli manna sé að minnsta kosti yfir tveir metrar og að aðgengi að handþvotti og handspritti sé gott.
Meira