V-Húnavatnssýsla

Bolludagsbollur

Nú er bolluvertíðin í hámarki, bolludagur á mánudaginn og landsmenn munu væntanlega hesthúsa fjölmargar bollur um helgina. Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að birta bolluuppskriftir þar sem alnetið er stútfullt af slíkum þessa dagana. Tilbrigðin eru ótalmörg og í sjálfu sér eru því kannski lítil takmörk sett með hverju fylla má bollurnar, bara nota það sem bragðlaukunum líkar og láta hugmyndaflugið ráða.
Meira

Er vinnustaður bara hugarástand? - Vefráðstefna SSNV

Næstkomandi fimmtudag, 27. febrúar klukkan 10:00, stendur SSNV fyrir vefráðstefnu um möguleika dreifðra byggða þegar kemur að svokölluðum skrifstofusetrum (e. coworking space). Vefráðstefna þessi er hluti af verkefninu Digi2Market sem styrkt er af Norðurslóðaáætlun.
Meira

Helena söng til sigurs í Söngkeppni NFNV

Helena Erla Árnadóttir sigraði í Söngkeppni NFNV sem fram fór í gærkvöldi með lagið Anyone eftir Demi Lovato. Í öðru sæti hafnaði Rannveig Sigrún Stefánsdóttir með lagið Bring Him Home eftir Colm Wilkinson og Ingi Sigþór Gunnarsson endaði í þriðja sæti með lagið Á sjó með Hljómsveit Ingimars Eydal.
Meira

Bein útsending frá Söngkeppni NFNV

Söngkeppni NFNV fer fram í kvöld í sal Fjölbrautaskólans þar sem boðið verður upp á tólf atriði. Keppni hefst núna klukkan 20 og er í beinni útsendingu. Á hverju ári er haldin undankeppni fyrir söngkeppni framhaldsskólanna þar sem nemendur skólans láta ljós sitt skína en í ár átti hún að fara fram á Valentínusardaginn 14. febrúar en var frestað vegna veðurs.
Meira

Jarðvinna að hefjast vegna viðbyggingar Grunnskóla Húnaþings vestra

Nú er að hefjast jarðvinna vegna viðbyggingar við grunnskóla Húnaþings vestra og er áætlað er að framkvæmdir við hana standi fram á sumar. Á meðan verður svæðið girt af með lausum girðingum.
Meira

Kært til fortíðar, kulda og myrkurs

Á liðnum áratugum hafa réttarbætur fært almenningi og öðrum þeim er andspænis stjórnvöldum standa, aukinn rétt. Það verður að teljast trúlegt að stjórnmálamenn hafi á sínum tíma álitið að farið yrði gætilega með þennan rétt. Á síðustu árum hefur æ betur komið í ljós hvernig þessi aukni réttur hefur verið misnotaður eða mögulegar afleiðingar þessarar réttarbótar hafa ekki verið hugsaðar til enda. Er nú svo komið að mikilvæg innviðaverkefni sem tryggja eiga jafnræði meðal þegna landsins hafa tafist mjög og sum um áratugaskeið. Einstaklingar og félagasamtök hafa í sumum tilfellum bundist samtökum um kærumál í skipulagsmálum gegn ýmsum framkvæmdum. Sérkennilegt er að oftar en ekki koma þessar athugasemdir og kærur mjög seint fram í skipulagsferlinu. Steininn tekur þó úr þegar öll kærumál virðast afgreidd, er gripið í hálmstrá sem einungis er ætlað að tefja framkvæmdir enn frekar.
Meira

Jóhannes Kári ráðinn slökkviliðsstjóri Brunavarna Húnaþings vestra

Jóhannes Kári Bragason hefur verið ráðinn slökkviliðstjóri Brunavarna Húnaþings vesta frá 1. mars nk. til eins árs vegna leyfis Péturs Arnarssonar slökkviliðsstjóra.
Meira

Sextíu og fimm milljónir til 76 verkefna

Alls bárust 113 umsóknir í Uppbyggingasjóð Norðurlands vestra þar sem óskað var eftir 170 milljónum króna í styrki en aðeins sjötíu og sex verkefni, 60 aðila, náðu í gegn en úthlutun fór fram sl. fimmtudag í félagsheimilinu á Hvammstanga. Samtals var úthlutað 65 milljónum króna en hæsta styrkinn hlaut Þekkingarsetrið á Blönduósi, 5.162.000.
Meira

Loftslagsráð Sjálfstæðisflokksins skipað

Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hefur sett á stofn Loftslagsráð Sjálfstæðisflokksins að tillögu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, Jóns Gunnarssonar og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur.
Meira

Sex teymi þreyttu áskorun Byggðastofnunar á hakkaþoni háskólanemanna

Um liðna helgi fór fram í Háskóla Íslands hakkaþon háskólanema þar sem Byggðastofnun lagði fram áskorun úr stefnumótandi byggðaáætlun og byggði áskorunin á lið B.7, störf án staðsetningar, og var meginmarkmið hennar að komast að því hvernig hægt væri að búa svo um að það yrði ákjósanlegt fyrir ungt og menntað fólk að búa og starfa á landsbyggðinni.
Meira