V-Húnavatnssýsla

Heimsóknarbann á sjúkrahúsið á Hvammstanga

Þar sem lýst hefur verið yfir neyðarstigi Almannavarna vegna Covid-19 veirunnar hefur Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hvammstanga ákveðið að fylgja fordæmi margra annarra stofnana og sett á heimsóknarbann á deildir sjúkrahússins, nema í sérstökum undantekningartilfellum.
Meira

Lýðheilsa og áhrifavaldar í Húnaþingi vestra

Ungmennasamband Vestur-Húnavatnssýslu stendur fyrir fyrirlestri næstkomandi laugardag í Íþróttamiðstöðinni á Hvammstanga þar sem Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari meistaraflokks karla í körfubolta og styrktarþjálfi, mun ræða liðsmenningu og markmiðastjórnun í tengslum við störf sín.
Meira

Fjármunum úthlutað til uppbyggingar innviða og náttúruverndar á ferðamannastöðum

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, gerðu í dag grein fyrir úthlutun fjármuna til uppbyggingar innviða, náttúruverndar og annarra verkefna á ferðamannastöðum árið 2020.
Meira

Kjúklingarétturinn okkar

Matgæðingar vikunnar í níunda tölublaði árið 2018 voru mæðgurnar Helga Rósa Pálsdóttir og Arndís Lilja Geirsdóttir. Þær fluttu í Skagafjörðinn frá Neskaupstað eftir að Helga Rósa fór í Hólaskóla. „Það var ekki aftur snúið heim eftir það,“ sagði hún. „Ég vinn í Verslunin Eyri , Arndís Lilja er í Árskóla. Hún er í Knapamerki 1 og stundar fótbolta en annars lifum við mæðgur og hrærumst í hestum.“
Meira

Námskeið á vegum Endurmenntunar Lbhí á Norðurlandi

Miðvikudaginn 18. mars næstkomandi mun Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands, í samstarfi við Sauðfjárræktarfélag Vatnsnesinga, halda námskeiðið Fóðrun og fóðurþarfir sauðfjár í Hamarsbúð á Vatnsnesi. Námskeiðið hefst klukkan 11:00 og stendur til klukkan 17:00.
Meira

Fyrsta skóflustungan tekin að viðbyggingu Grunnskóla Húnaþings vestra

Fyrsta skóflustungan að viðbyggingu Grunnskóla Húnaþings vestra, sem einnig mun hýsa Tónlistarskóla Húnaþings vestra, var tekin í dag. Viðbyggingin, sem tengist eldra húsnæði skólans á norðurhlið, er á einni hæð en stallast í þrjá palla sem hækka með landinu. Kjallari er undir húsinu að hluta. Í byggingunni er rými fyrir frístund, stjórnun, eldhús, mat-/samkomusal, tónlistarskóla, bókasafn, starfsmannaaðstöðu og þrjár kennslustofur fyrir unglingastig. Í kjallara er verkstæði, geymsla og tæknirými. Viðbyggingin er um 1200 fermetrar og er það vinnan við fyrsta áfanga af átta sem nú er að hefjast.
Meira

Kórónaveiran og matvæli

Mat­væla­stofn­un hefur sent frá sér tilkynningu varðandi kórónuveiruna og matvæli í framhaldi þess að til hennar berast ýms­ar fyr­ir­spurn­ir þar að lútandi. Jafn­framt bendir Matvælastofnun á al­menn­ar upp­lýs­ing­ar um veiruna á vef land­lækn­is. Fylgst er með þekk­ing­arþróun á þessu sviði og verða upp­lýs­ing­ar hér upp­færðar eins og við á. Hér að neðan fylgja helstu spurningar og svör um þetta efni:
Meira

Nýtt starf verkefnastjóra hjá SSNV

Magnús Jónsson hefur verið ráðinn í nýtt starf verkefnastjóra hjá SSNV. Mun hann hafa það hlutverk að vinna að því að laða fjárfestingar inn í landshlutann með það fyrir augum að fjölga atvinnutækfærum og auka fjölbreytni þeirra. Starfið er sérstakt áhersluverkefni Sóknaráætlunar landshlutans og er liður í samningi milli SSNV og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins sem undirritaður var í september 2019. Frá þessu segir á vef SSNV.
Meira

Espiflöt og Garður fengu landbúnaðarverðlaunin 2020

Kristján Þór Júlíusson, ráðherra landbúnaðarmála, veitti Garðyrkjustöðinni Espiflöt í Biskupstungum og Garði í Eyjafirði landbúnaðarverðlaunin 2020 á nýyfirstöðnu Búnaðarþingi. Á vef atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins kemur fram að hugmyndin að baki verðlaununum sé að veita bændum og býlum sem á einn eða annan máta vekja athygli og eru til fyrirmyndar í íslenskum landbúnaði, viðurkenningar og hvatningarverðlaun. Ráðherra landbúnaðarmála hefur veitt verðlaunin frá árinu 1997.
Meira

Hrossaræktarfundir - fundarferð um landið

Fundir um málefni hrossaræktarinnar hófust upp úr miðjum febrúar þar sem Sveinn Steinarsson formaður Félags hrossabænda og Þorvaldur Kristjánsson hrossaræktarráðunautur hafa verið á ferðinni um landið og kynnt það sem efst er á baugi í hestaheiminum. Fundir á Norðurlandi vestra verða verða í Skagafirði á morgun og í Húnaþingi vestra næsta þriðjudag.
Meira