V-Húnavatnssýsla

Kennari frá FNV dæmdi á Worldskills 2024

Hrannar Freyr Gíslason, kennari við tréiðnadeild FNV, fór til Lyon í Frakklandi á dögunum og var einn af dómurum í trésmíði (carpentry) á Worldskills 2024, heimsmeistaramóti iðngreina, sem haldið var daganna 10 til 15 september sl. Þetta kemur fram á heimasíðu Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra þar sem Hrannar Freyr er kennari.
Meira

Brák og Húnaþing vestra auglýsa eftir byggingaraðilum til samstarfs

Brák íbúðafélag hses. og Húnaþing vestra stefna á uppbyggingu á hagkvæmum leiguíbúðum á Hvammstanga og auglýsa því eftir byggingaraðilum til samstarfs. Byggingaraðili skal vera aðalverktaki og annast framkvæmd verkefnis í samráði við sveitarfélagið og Brák. Aðspurð hvort það skorti húsnæði í Húnaþingi vestra segir Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitatstjóri þörfina vera ansi mikla.
Meira

Umhverfisviðurkenningar ársins 2024 veittar í Húnaþingi vestra

Umhverfisviðurkenningar ársins 2024 í Húnaþingi vestra voru veittar þann 26. september 2024 á veitingastaðnum Sjávarborg á Hvammstanga. Árlega veitir sveitarfélagið þeim aðilum viðurkenningu sem þótt hafa verið til fyrirmyndar við fegrun lóða sinna. Í frétt á heimasíðu Húnaþings segir að kallað hafi verið eftir tilnefningum íbúa og nefnd vegna umhverfisviðurkenninga, sem skipuð er af sveitarstjórn, sér um valið.
Meira

Ferðaþjónustan, ráðherra ferðamála og þingmenn NV funda á Blönduósi

Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) og Markaðsstofa Norðurlands (MN) standa fyrir opnum fundi og bjóða þingmönnum Norðurlands vestra til samtals um uppbyggingu, ástand og horfur í ferðaþjónustu á svæðinu. Fundurinn fer fram þriðjudaginn 1. október á veitingastaðnum Teni, Húnabraut 4 á Blönduósi, og stendur á milli kl. 16 og 18. meðfylgjandi er hlekkur Skráning á fundinn!  SAF og MN hvetja leika og lærða til að fjölmenna á fundinn og taka þátt í umræðum um ferðaþjónustu í sínu nærsamfélagi.
Meira

Stóru bankarnir hækka vexti á sama tíma um nánast sömu tölur | Bjarni Jónsson skrifar

Þegar stóru bankarnir þrír hækka allir vexti um nánast sömu tölur á sama tíma, vekur það upp áleitnar spurningar um starfsemi þeirra. Vitandi að þjóðin stendur frammi fyrir afarkostum og hefur ekkert annað að leita.
Meira

September kveður með hvítri jörð

Króksarar vöknuðu upp við hvíta jörð í morgun og sennilega hafa einhverjir gripið í kreditkortið til að skafa af bílrúðunum. Víða er hálka á vegum á Norðurlandi vestra og jafnvel snjór og krapi á Þverárfjallsvegi. Það eru bara blessaðir malarvegirnir sem eru greiðfærir – í það minnsta svona fram eftir morgni. Eftir dumbung og raka helgarinnar stefnir í smá birtu og pínu aukinn yl í dag og vonandi nóg til að hálkan gefi eftir.
Meira

Laxveiðitímabilið á enda komið

Á huni.is segir að veiði í laxveiðiánum í Húnavatnssýslu er að ljúka þessa dagana. Mun fleiri laxar hafa veiðst í helstu laxveiðiám sýslnanna í sumar, í samanburði við síðustu ár. Miðfjarðará er komin í 2.458 laxa en í fyrra veiddust 1.334 laxar í ánni. Laxá á Ásum er komin í 1.008 laxa en í fyrra endaði hún í 660 löxum. Þetta er besta veiði í ánni síðan 2017. Víðidalsá stendur í 789 löxum en í fyrra veiddust 645 laxar í ánni og Vatnsdalsá er með 616 veidda laxa í samanburði við 421 í fyrra.
Meira

Yndisleg samverustund á Heilsudögum í Húnabyggð

Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum í Húnabyggð að sl. viku hafa Heilsudagar í Húnabyggð farið fram. Skipuleggjendur settu saman flotta dagskrá í tilefni af Íþróttaviku Evrópu (European Week of Sport) sem haldin er víðsvegar um álfuna í september ár hvert. Í gærmorgun var t.d. yndisleg samvera hjá eldri borgurum, starfsfólki og börnum í Leikskóla Húnabyggðar þar sem gengin var hringur á íþróttavellinum og svo var boðið upp á ávaxtastund á eftir. Þessi samveruhreyfing vakti mikla lukku bæði hjá ungum sem öldnum sem tóku þátt.
Meira

Fyrirkomulag rjúpnaveiða 2024 í Húnaþingi vestra

Umhverfisstofnun sendi miðjan júlí inn veiðistjórnunartillögur fyrir rjúpu árið 2024 til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis. Samkvæmt þeim skulu veiðidagar vera heilir og veiði hefjast fyrsta föstudag á eða eftir 20. október. Veiði er heimil frá og með föstudegi til og með þriðjudags innan tímabilsins. Því er óleyfilegt að veiða rjúpu miðvikudaga og fimmtudaga. Í nýja veiðistjórnunarkerfinu er landinu skipt upp í svæðin sex sem talin eru upp á meðfylgjandi mynd hér í fréttinni og er veiðitímabil hvers svæðis ekki háð öðrum svæðum heldur stjórnast af ástandi stofnsins innan svæðisins segir á vef Umhverfisstofnunar. Á Norðurlandi vestra eru 20 veiðidagar og má veiða frá 25. október til og með 19. nóvember. Þá er veiðimenn minntir á að ennþá er sölubann á rjúpu.
Meira

Fornverkaskólinn fékk góða heimsókn

Dagana 17.-18. september fékk Fornverkaskólinn nemendahóp af arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands í heimsókn. Hópurinn kom í Skagafjörð m.a. til að kynnast torfarfinum á Íslandi en eins og margir vita er af nógu að taka í þeim efnum í firðinum. Dagskráin hófst með kynningu á Víðimýrarkirkju. Þá var farið á skrifstofuna í Glaumbæ þar sem hópurinn fékk kynningu á torfi, mismunandi hleðslugerðum og verkfærum svo fátt eitt sé nefnt, og loks var gengið um sýningarnar á safnsvæðinu.
Meira