V-Húnavatnssýsla

Baráttumál VG að verða að veruleika

Stór þáttur í jafnréttisbaráttu og kvenfrelsi hefur verið aukið fæðingarorlof og jafn réttur kynjanna til þess að vera með barni sínu þennan dýrmæta tíma í lífi foreldris og barns. Samfella í fæðingarorlofi og leikskóla er mikið jafnréttis- og velferðarmál sem vinstri menn hafa barist fyrir lengi.
Meira

Stjórnvöld hvött til að leggja áform um þjóðgarð á miðhálendinu til hliðar

Byggðarráð Húnaþings vestra lagði fram bókun á fundi sínum í gær þar sem stjórnvöld eru eindregið hvött til þess að leggja til hliðar fyrirliggjandi áform um lagasetningu vegna stofnunar þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Bendir byggðarráð á að fjölmörg sveitarfélög hafa gert verulegar athugasemdir við eða hafnað alfarið framkomnum tillögum nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu, sem kynntar hafa verið í samráðsgátt stjórnvalda.
Meira

Bogfimisamband Íslands stofnað

Stofnþing Bogfimisambands Íslands (BFSÍ) var haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal þann 1. desember sl. Með stofnun þessa nýja sérsambands eru sérsambönd ÍSÍ orðin 33 talsins.
Meira

Ársfundur Norðurstrandarleiðar

Ársfundur Norðurstrandarleiðar – Arctic Coast Way var haldinn á Dalvík í síðustu viku. Á fundinum kynntu verkefnastjórarnir Christiane Stadler og Katrín Harðardóttir verkefnið og það starf sem unnið hefur verið á undanförnum misserum ásamt því að segja frá því sem framundan er.
Meira

Fæðingaorlof í 12 mánuði

Á dögunum mælti félags- og barnamálaráðherra fyrir frumvarpi um fæðingar- og feðraorlof þar sem lagðar eru til breytingar um lengingu á fæðingarorlofi í 12 mánuði og er það í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og lífskjarasamninga á almennum vinnumarkaði frá því í vor. Að sama skapi er lagt til að sá tími sem foreldrar eiga rétt á greiðslu fæðingarstyrks lengist um þrjá mánuði.
Meira

Desemberuppbót atvinnuleitenda 2019

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur sett reglugerð um greiðslu desemberuppbótar til atvinnuleitenda. Óskert desemberuppbót er 83.916 krónur. Atvinnuleitendur með börn á framfæri fá jafnframt sérstaka desemberuppbót fyrir hvert barn yngra en 18 ára.
Meira

Saltfisklummurnar og Rauði kjúklingurinn

Guðrún Pálsdóttir og Ólaf Bernódusson á Skagaströnd voru matgæðingar vikunnar í 44. tbl. ársins 2012. „Við hjónin erum frekar heimakær en þegar við erum ekki heima þá kunnum við best við okkur einhvers staðar á göngu í óbyggðum og höfum verið illa haldin af Hornstrandaveiki síðastliðin tólf ár. Það má segja að ég sjái að mestu leyti um eldamennskuna á heimilinu en Óli kemur oft með skemmtilegar hugmyndir um matargerð sem ég reyni svo að framfylgja með hans aðstoð, þannig að við erum yfirleitt ágæt þegar við leggjum saman,“ sagði Guðrún.
Meira

Málþing samráðshóps um heimilisofbeldi á Norðurlandi vestra

Nýlega hélt samráðshópur um heimilisofbeldi á Norðurlandi vestra málþing um bætta þjónustu og samræmt verklag í heimilisofbeldismálum. Samráðshópurinn hefur verið starfandi frá því í desember á síðasta ári og hafa félagsþjónustur, barnavernd, lögregluembættið og heilbrigðisstarfsfólk svæðisins unnið að bættu verklagi í heimilisofbeldismálum síðan þá. Nú hafa félagsþjónustur sveitarfélaganna á Norðurlandi vestra skrifað undir samstarfssamning við Lögreglustjórann á Norðurlandi vestra um verklagið sem miðar að því að bæta þjónustu við þolendur og gerendur heimilisofbeldis.
Meira

Unnur Valborg kynnti framkvæmd sóknaráætlana í Wales

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, sótti á dögunum ráðstefnu sem haldin var á vegum OECD í Wales. Var ráðstefnan hugsuð fyrir welska ráðamenn en þar á bæ er uppi nokkur óvissa um fjármagn til svæðisbundinnar þróunar vegna Brexit þar sem stór hluti fjármuna í slík verkefni hefur komið frá Evrópusambandinu. Ennfremur er vilji til að leita leiða til að marka skýrari stefnu í landinu í tengslum við byggðaþróun og einfalda stjórnsýslu málaflokksins.
Meira

Heilsueflandi móttökur settar á fót um allt land

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að ráðstafa 200 milljónum króna af fjárlögum næsta árs til að koma á fót heilsueflandi móttökum um allt land innan heilsugæslunnar. Framlagið kemur til viðbótar 130 milljónum króna sem ráðherra hefur ákveðið að verja til að efla þjónustu heimahjúkrunar.
Meira