V-Húnavatnssýsla

Sérstök umræða um jöfnun dreifikostnaðar á raforku á Alþingi

Sérstök umræða um jöfnun dreifikostnaðar á raforku fór fram á Alþingi mánudaginn 25. nóvember. Málshefjandi var Halla Signý Kristjánsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, og til andsvara var Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, félags- og nýsköpunarráðherra.
Meira

Flettu JólaFeyki á netinu

Jólablað Feykis rann af stað á færibandinu í gær og er hluti upplagsins klár og kominn á Póstinn. Það er töluverð vinna við samsetningu blaðsins og lýkur henni ekki fyrr en í dag, þannig að það verða því miður ekki allir komnir með blaðið í hendur fyrir helgi. Beðist er velvirðingar á því.
Meira

Konukvöld Húnabúðarinnar á sunnudaginn

Húnabúðin á Blönduósi heldur árlegt konukvöld sitt nk. sunnudag, 1. desember, klukkan 20:00. Þetta er í fjórða skipti sem Húnabúðin stendur fyrir konukvöldi og hafa þau alltaf verið vel afar sótt.
Meira

Fyrirlestur í Verinu um örplast í hafinu við Ísland

Valtýr Sigurðsson, starfsmaður BioPol ehf. á Skagaströnd og Náttúrustofu Norðurlands vestra heldur fyrirlestur í Verinu á Sauðárkróki næstkomandi föstudag kl. 9:00. Fyrirlesturinn nefnist „Sources and Pathways of Microplastics to the Icelandic Ocean“ (Örplast í hafinu við Ísland - helstu uppsprettur, magn og farvegir í umhverfinu). Í fyrirlestri sínum mun Valtýr kynna niðurstöður skýrslu sem hann vann fyrir umhverfis- og auðlindaráðuneytið um örplast á Íslandi. Fyrirlesturinn verður fluttur á ensku.
Meira

Ferðamenn ánægðir með söfn á Norðurlandi

Ferðamenn sem fara á söfn á Norðurlandi eru ánægðir með heimsóknir þangað, innlendir sem erlendir ferðamenn. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar sem Rannsóknarmiðstöð ferðamála vann að beiðni Markaðsstofu Norðurlands, en niðurstöður hennar voru kynntar á ráðstefnu á Hótel Kea fyrir helgi. 97% svarenda í könnun RMF sögðust annað hvort vera ánægðir eða mjög ánægðir með heimsóknir á söfnin og 90% sögðust ætla mæla með því við fjölskyldu og vini að þeir gerðu slíkt hið sama.
Meira

SSNV auglýsa eftir hugmyndum að áhersluverkefnum

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra auglýsa eftir hugmyndum að áhersluverkefnum fyrir árin 2020 og 2021 Áhersluverkefni eru hluti af sóknaráætlun landshlutans og eru skv. samningi um sóknaráætlanir: „ verkefni sem hafa beina skírskotun til sóknaráætlunar landshlutans og styðja við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.“
Meira

Annar sjúkrabíla Brunavarna Skagafjarðar farinn að „flagga rauðu“

Ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands um kaup á 25 nýjum sjúkrabílum liggur fyrir í kjölfar útboðs Ríkiskaupa og er endurnýjun sjúkrabílaflota landsins þar með hafin í samræmi við samkomulag Sjúkratrygginga Íslands og Rauða krossins á Íslandi frá 11. júlí síðastliðnum. Reiknað er með að fyrstu bílarnir verði afhentir fullbúnir til notkunar í september á næsta ári.
Meira

Tónlistarskóli Húnaþings vestra fagnar 50 ára afmæli

Tónlistarskóli Húnaþings vestra fagnaði 50 ára afmæli sínu síðastliðinn laugardag með dagskrá og veglegri veislu að hætti Húsfreyjanna á Vatnsnesi. Samkoman var haldin í Félagsheimilinu á Hvammstanga.
Meira

Roðagyllum heiminn - vitundarvakning gegn kynbundnu ofbeldi

Alþjóðasamband Soroptimista hefur barist gegn kynbundnu ofbeldi í áratugi og boðar til 16 daga vitundarvakningar gegn ofbeldi 25. nóvember til 10. desember, en Sameinuðu þjóðirnar hafa valið 25. nóvember dag vitundarvakningar um útrýmingu kynbundis ofbeldis og markar hann jafnframt upphaf 16 daga átaks gegn því. Þessu sérstaka átaki lýkur á mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna, 10. desember, sem jafnframt er alþjóðlegur dagur Soroptimista.
Meira

Nemendur lutu í gras fyrir starfsfólki FNV

Árleg golfkeppni nemenda og starfsfólks Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra fór fram á Hlíðarendavelli í haust. Fyrirkomulagið var Texas scramble og hafði starfsfólkið betur að þessu sinni og fékk nöfn sín á bikarinn.
Meira