V-Húnavatnssýsla

SSNV leita að verkefnisstjóra iðnaðar

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, leita eftir einstaklingi til að sinna starfi verkefnisstjóra iðnaðar. Hér er um nýtt og spennandi verkefni að ræða sem hefur það að markmiði að laða fjárfestingar í landshlutann til að fjölga þar störfum, að því er segir í auglýsingu um starfið. Ráða á í starfið til tveggja ára með möguleika á framlengingu. Umsóknarfrestur um starfið er til 2. desember nk.
Meira

Heimsfrumsýna Skógarlíf á Hvammstanga

Leikflokkur Húnaþings vestra setur upp Skógarlíf á aðventunni en þá mun frumskógurinn vakna til lífsins og hægt að fylgjast með magnaðri þroskasögu og ævintýrum Móglí, sem elst upp meðal dýra í skóginum. Skógarlíf er glæný leikgerð eftir Gretu Clough sem unnið hefur til alþjóðlegra verðlauna bæði sem leikskáld og sviðslistamaður. Leikgerðin er byggð á the Jungle Book eftir Rudyard Kipling. En auk þess að skrifa handritið leikstýrir Greta einnig verkinu.
Meira

Öll sveitarfélög á Íslandi verði barnvæn

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, undirrituðu tímamótasamstarfssamning fyrir réttindi barna á Íslandi. Undirritunin fór fram í anddyri Salarins í Kópavogi í morgun.
Meira

Óheiðarlegir hótelgestir á ferli á Norðurlandi

Ferðaþjónustufyrirtæki á Norðurlandi hafa undanfarið fengið að kenna á tveimur óprúttnum ferðalöngum sem bókað hafa gistingu í nafni breskrar konu, Juliu Hurley, og stungið af frá ógreiddum reikningum ásamt því að hafa á brott með sér verðmæti.
Meira

„Á þessu aldursskeiði þarf fólk ekki að lesa annað en það sem það vill“

Það var Ásgerður Pálsdóttir á Geitaskarði í Langadal sem sagði lesendum Feykis frá eftirlætisbókunum sínum í Bók-haldinu í 48. tbl. Feykis 2018. Ásdís segist vera komin í náðarfaðm eftirlaunanna en á sumrin rekur hún ferðaþjónustu á Geitaskarði þar sem hún býr. Ásgerður er alin upp á miklu bókaheimili og segist alla tíð hafa lesið mikið og lesefnið er fjölbreytilegt. Hún er fastagestur á bókasafninu á Blönduósi en auk þess kaupir hún sér bækur reglulega.
Meira

Stiklað á stóru í sögu FNV - Fjörtíu ára fjölbrautaskóli

Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra fagnaði þann 21. september sl. 40 ára afmæli sínu með hátíðardagskrá á sal Bóknámshússins að viðstöddum góðum gestum. Fluttar voru ræður og saga skólans rifjuð upp í máli og myndum. Í tilefni tímamótanna mun Feykir birta nokkra pistla um skólann og að þessu sinni stikla á stóru í sögu skólans. Stuðst er við upprifjun þá sem Ingileif Oddsdóttir, skólameistari og Jón F. Hjartarson, fv. skólameistari, flutti á fyrrnefndum afmælisfagnaði.
Meira

Vísindin efla alla dáð og mennt er máttur - Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember 2019

Jónas Hallgrímsson var snillingur á marga vegu. Hann var fjölhæfur, listrænn, athugull og framsýnn. Hann var mikill vísindamaður og ólst upp í náinni snertingu við náttúruna í sínum heimahögum. Eftir fyrsta árið við nám í Kaupmannahöfn fann hann sína réttu hillu, náttúruvísindin. Hann helgaði líf sitt skrifum um náttúruvísindi og rannsóknum á náttúru Íslands en einhvern veginn hefur það hlutverk hans fallið í skugga skáldsins, þjóðskáldsins.
Meira

Forvitnileg folaldasteik og fleira gott

Matgæðingar vikunnar í 44. tbl. árið 2017 voru þuau Zanny Lind Hjaltadóttir og Jóhann Hólmar Ragnarsson, bændur á Syðri-Brekku í Húnavatnshreppi. Við skulum gefa þeim orðið: „Sæl öll. Við heitum Zanny og Jói og búum á Syðri-Brekku ásamt börnum okkar þremur. Við rekum þar lítið sauðfjárbú ásamt því að vera að fikra okkur áfram í hrossarækt. Hér á eftir koma nokkrar af uppáhalds uppskriftum fjölskyldunnar, við vonum að þið prófið og líkið vel,“ segja matgæðingarnir okkar.
Meira

Ekkert óráð á „óráðstefnu"

Haustdagur ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra var haldinn á Laugarbakka í Miðfirði sl. þriðjudag, 12. nóvember. Þetta er í fjórða sinn sem ferðamálafélögin á Norðurlandi vestra, í samvinnu við SSNV, efna til sameiginlegs fundar þar sem fulltrúar þeirra hittast og bera saman bækur sínar ásamt því að hlýða á innlegg frá gestafyrirlesurum.
Meira

Gærurnar gefa fortjöld til Félagsheimilisins

Gærurnar, hópur kvenna sem heldur úti nytjamarkaði á Hvammstanga og lætur ágóðann jafnan renna til þarfra máli í samfélaginu, gáfu á dögunum ný fortjöld til Félagsheimilisins á Hvammstanga. Eru þau sérframleidd í Bretlandi samkvæmt ströngustu kröfum um eldvarnir og hljóðvist, endingu og ljósmengunarútilokun.
Meira