Hvítserkur og Glaumbær eru mest sóttu ferðamannastaðirnir á Norðurlandi vestra
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
18.09.2024
kl. 09.03
Húnahornið lagðist yfir frétt Morgunblaðinu þar sem var fjallað um aðsókn á vinsæla ferðamannastaði á Íslandi. Hvítserkur er sennilega eitt frægasta kennileiti svæðisins ásamt Drangey á Skagafirði en það er heldur einfaldara að heimsækja Hvítserk. Það sem vekur athygli er gríðarleg aukning á heimsóknum ferðamanna að Hvítserk. Metaðsókn var í fyrra frá því að mælingar hófust árið 2021 en árið 2023 heimsóttu tæplega 82 þúsund manns staðinn en í ár er talan komin í ríflega 124 þúsund heimsóknir og árið langt því frá liðið.
Meira