V-Húnavatnssýsla

Á sterka minningu um boltaleik með langafa sínum

Ólafur Adolfsson er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvestur kjördæmi. Ólafur er í sambandi með Margréti Birgisdóttur lyfjafræðingi og á hann tvö uppkomin börn, tvö barnabörn og tvö stjúpbörn. Ólafur er alinn upp í Ólafsvík og hefur auk þess átt heima um skemmri eða lengri tíma á Akranesi, í Reykjavík og á Sauðárkróki og er í dag með lögheimili á Akranesi. Hann er lyfjafræðingur og lyfsali, á og rekur fjórar lyfjabúðir sem eru staðsettar á Akranesi, í Borgarnesi, í Ólafsvík og í Vesturbæ Reykjavíkur.
Meira

Óvissa í kjölfar niðurstöðu héraðsdóms varðandi undanþágu frá samkeppnislögum

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu sl. mánudag að breytingar á búvörulögum, þar sem framleiðendafélögum var veitt undanþága frá ákvæðum samkeppnislaga, sem samþykktar voru á Alþingi í mars síðastliðnum, hefðu strítt gegn áskildum fjölda umræðna á Alþingi og hafi af þeim sökum ekki lagagildi. Eins og greint hefur verið frá þá keypti Kaupfélag Skagfirðinga í kjölfarið Kjarnafæði - Norðlenska og var langt komið með að kaupa B.Jensen í Eyjafirði.
Meira

Horfði á alþingisrásina eftir skóla

María Rut Kristinsdóttir er oddviti Viðreisnar í Norðvestur kjördæmi. María er gift Ingileif Friðriksdóttur, eiga þær saman þrjú börn og einn hund. Búsettar í Reykjavík en alltaf með annan fótinn á Flateyri og Ísafirði. María hef starfað sem aðstoðarmaður formanns Viðreisnar síðan 2017 (með stuttu hléi).
Meira

Engin eftirspurn eftir vindorkuverum | Eldur Smári Kristinsson skrifar

Vindorka hefur verið eitt af gæluverkefnum fráfarandi ríkisstjórnar sem hefur notið góðs af þeim opna krana sem hefur verið úr ríkissjóði til handa þeim sem telja sig vera ómissandi. Í þessari kosningabaráttu sem er nú að ná hámarki hefur þessu umræðuefni brugðið fyrir þegar orkuþörf Íslendinga og loftslagsmálin eru rædd á meðal frambjóðenda.
Meira

Kosningar til Alþingis | Högni Elfar Gylfason skrifar

Undanfarið hefur mikill hamagangur verið í landsmálunum og pólitíkinni. Hin ólánlega ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks sprakk með látum og boðað hefur verið til alþingiskosninga. Ekki er með góðu móti hægt að halda því fram að landsmenn hafi orðið hissa eftir óstjórn og síendurtekin átök innan stjórnarinnar. Reyndar gerði nýr formaður Vinstri grænna, Svandís Svavarsdóttir, tilraun til að telja fólki trú um að hún hefði orðið hissa, en þær tilraunir hafa í besta falli vakið mönnum kátínu eftir þær yfirlýsingar og afarkosti sem hún og landsfundur VG settu samstarfsflokkum sínum fyrir skemmstu.
Meira

Kjördæmaþáttur RÚV í beinu streymi á Feyki

Klukkan 18:10 í kvöld hefst fundur oddvita allra framboða í Norðvesturkjördæmi sem bjóða fram til kosninganna 30. nóvember nk. Þátturinn verður sendur út frá Ráðhúsi Akraneskaupstaðar en umfjölluninni stýra fréttamenn Ríkisútvarpsins, Freyr Gígja Gunnarsson og Gréta Sigríður Einarsdóttir. Allir oddvitar hafa boðað komu sína.
Meira

Ragnhildur sigraði Söngkeppnina á Menningarkvöldi NFNV

Menningarkvöld NFNV var haldið sl. föstudagskvöld í Íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Mikill metnaður var settur í að gera kvöldið sem allra flottast. Ekki verður hægt að segja að veðrið hafi verið með nemendum í liði þetta kvöld, því veturinn skall á með látum og víða óveður og vetrarfæri sem setti þó ekki meira strik í reikninginn en það að rétt tæplega tvöhundruð manns létu veðrið ekki stoppa sig.
Meira

Börn á Íslandi, best í heimi!

Ef marka má tímann sem fer í samfélagsumræðu fullorðins fólks um aðstæður, líf og framtíð barna og ungmenna mætti ætla að börn hefðu aldrei haft það betra og að það að vinna með börnum og ungmennum séu mikilvægustu störf þjóðarinnar. Að vera foreldri og sinna fjölskyldulífi með börnum og ungmennum sé sannkallað virðingarhlutverk en ekki baggi á atvinnulífinu sem þurfi að leysa á sem ódýrastan hátt.
Meira

Íbúar voru duglegir að taka þátt í að móta nýja Sóknaráætlun

Á Haustþingi SSNV var kynnt til sögunnar ný Sóknaráætlun Norðurlands vestra og hún samþykkt af fundarmönnum. Feykir forvitnaðist um nýja sóknaráætlun hjá Katrínu M. Guðjónsdóttur, framkvæmdastjóra SSNV og byrjaði á því að spyrja hvað sóknaráætlun sé og hvernig hún gagnist svæðinu.
Meira

Heilbrigðisþjónusta – þéttum raðirnar og þjónustuna | Frá frambjóðendum Sjálfstæðisflokksins

Norðvesturkjördæmi er víðfeðmt og aðstæður ólíkar eftir svæðum, legu og íbúafjölda. Um allt kjördæmi er heilbrigðisstarfsfólk sem brennur fyrir starf sitt og geislar af metnaði og fagmennsku. En það eru holur í heilbrigðiskerfinu í kjördæminu okkar líkt og í vegakerfinu og heilbrigðisþjónustuna þarf að reyna að jafna eftir megni þannig að íbúar og þeir sem á viðkomandi svæði dvelja um lengri eða skemmri tíma upplifi sig öruggari.
Meira