V-Húnavatnssýsla

Við þökkum traustið

Síðastliðinn laugardag fóru fram sögulegar kosningar til Alþingis. Ríkisstjórnarflokkarnir töpuðu miklu fylgi og flokkur fyrrum forsætisráðherra datt af þingi, sem og Píratar og Sósíalistar náðu ekki inn. Flokkur fólksins er einn af sigurvegurum kosninganna og vann stóran sigur, fór úr 8.9% árið 2021 í 13,8% og bætti við sig tæplega 13 þúsund atkvæðum. Í Norðvesturkjördæmi rúmlega tvöfaldaði Flokkur fólksins fylgi sitt í atkvæðum talið, fékk 16,7% og tvo þingmenn einn flokka í kjördæminu.
Meira

Lionsklúbburinn Bjarmi afhendir styrk

Linonsklúbburinn Bjarmi á Hvammstanga afhenti formlega á fundi þann 4. desember Brunavörnum Húnaþings vestra 400 þúsund króna styrk til búnaðarkaupa.
Meira

Húnaþing vestra og Dalabyggð ræða mögulega sameiningu

Á fréttavefnum huni.is segir að samtöl eru hafin um hugsanlega sameiningu Húnaþings vestra og Dalabyggðar. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í gær og fjallað um í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Samanlagður íbúafjöldi sveitarfélaganna er um 1.900 manns. Magnús Magnússon, oddviti Húnaþings vestra, segir í samtali við Morgunblaðið að nokkuð sé síðan þreifingar um málið hófust og að það verði tekið til umræðu á opnum fundi á vegum sveitarstjórnar í Félagsheimili Hvammstanga í dag.(var í gær)
Meira

Fyrirlestur um fornleifarannsóknir í Hjaltadal

Laugardaginn 7. desember kl. 14:00 verður haldinn fyrirlestur í aðalbyggingu Háskólans á Hólum um frumniðurstöður fornleifarannsóknar sem farið hefur fram í Hjaltadal undanfarin fjögur sumur.
Meira

Húnaþing vestra bætir í árlegan styrk til Elds í Húnaþingi

Á dögunum var undirritaður nýr styrktarsamningur Húnaþings vestra og hátíðarinnar Eldur í Húnaþingi sem haldin er í lok júlí ár hvert. Fram kemur í frétt á heimasíðu Húnaþings vestra að nýi samningurinn sé til fimm ára og er sveitarfélagið með honum að auka stuðning við hátíðina verulega, bæði hvað varðar bein fjárframlög sem og með gjaldfrjálsum afnotum af Félagsheimilinu Hvammstanga og húsnæði stofnana sveitarfélagsins.
Meira

Takk fyrir stuðninginn og samvinnuna

Meira

Upplifðu leikhúslistina með leiklestri á Sögu úr dýragarðinum

Í Stúdíó Handbendi næstkomandi föstudag 6. desember kl. 20:00 verður hægt að upplifa leikhúslistina og njóta leiklestrar á Sögu úr dýragarðinum eftir Edward Albee, í frábærri þýðingu Thors Vilhjálmssonar. Þetta nútíma klassíska verk er stutt, meinfyndið og áleitið og skilur mikið eftir sig. Leiklesið með tilþrifum af Arnari Hrólfssyni og Víkingi Leon Þórðarsyni með dyggri aðstoð Emelíu Írisar Benediktsdóttur, undir stjórn Sigurðar Líndal.
Meira

Jólahlaðborð Rótarýklúbbs Sauðárkróks

Rótarýklúbbur Sauðárkróks hefur undanfarin 12 ár haldið glæsilegt óleypis jólahlaðborð fyrir fjölskyldur í íþróttahúsinu á Sauðárkróki.
Meira

Sjálfstæðisflokkur endaði stærstur í Norðvesturkjördæmi

Það var reiknað með spennandi kosningu í Norðvesturkjördæmi og glöggir spámenn og kannanir gerðu ráð fyrir að sex flokkar skiptu með sér þeim sex þingsætum sem í boði voru; Framsókn, Viðreisn, Sjálfstæðisflokkur, Flokkur fólksins, Miðflokkur og Samfylking. Síðan yrði happdrætti hvar uppbótarþingmaðurinn endaði. Það fór svo að hann endaði hjá Flokki fólksins sem fékk því tvo þingmenn í kjördæminu.
Meira

Samfylkingin kom, sá og sigraði

Kosið var til Alþingis í gær og lágu endanleg úrslit fyrir nú í hádeginu en síðastur til að detta inn á þing var Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins Þá var þegar ljóst að Samfylkingin var ótvíræður sigurvegari kosninganna, bættu við sig níu þingsætum, eru því með 15 þingmenn og eina framboðið sem náði rúmlega 20% fylgi. Þá unnu Flokkur fólksiins og Viðreisn vel á, Miðflokkurinn bætti við sig sex þingmönnum og Sjálfstæðisflokkur var einn ríkisstjórnarflokkanna til að vinna varnarsigur.
Meira