V-Húnavatnssýsla

„Aftast í kristalskúlunni sjáum við jafnvel 0-1 sigurmark sem mun sjokkera íslenskt knattspyrnusamfélag“

Það er lítið eitt eftir af fótboltasumrinu. Tindastólsfólk hefur haft ástæðu til að gleðjast þar sem strákarnir komust upp um deild og stelpurnar héldu sætinu í Bestu deildinni. Það verður hins vegar langur laugardagur hjá aðdáendum Kormáks/Hvatar sem munu eflaust naga neglur á meðan það ræðst hvort það verða knatttröllin úr KF, Garðbæingar í KFG eða þeirra eigin hetjur í Kormáki/Hvöt sem þurfa að bíta í það súra epli að falla úr 2. deild í þá þriðju. Lokaumferðin er á morgun. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir ónefndan fulltrúa Aðdáendasíðu Kormáks.
Meira

Flaggað vegna útfarar Bryndísar Klöru

Ýmsir hafa eflaust velt fyrir sér hvers vegna flaggað sé í hálfa stöng við Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra í dag og fékk Feykir ábendingu um að sumir væru áhyggjufullir. Ástæðan fyrir því að flaggað er er sú að í dag er Bryndís Klara Birgisdóttir, stúlkan sem lést eftir hnífstunguárás á Menningarnótt í Reykjavík, borin til grafar.
Meira

Evrópurútan á ferð um landið

Á vef SSNV segir að í tilefni af því að 30 ár eru síðan að samningur um Evrópska efnahagssvæðisins (EES) tók gildi, og veitti Íslandi aðgang að auknum tækifærum til samstarfs í Evrópu, mun Evrópurútan fara hringinn um landið í september þar sem vakin verður athygli á árangri af Evrópuverkefnum í heimabyggð og tækifærum til framtíðar í alþjóðasamstarfi.
Meira

Tökum þátt í þjónustukönnun Byggðastofnunar og höfum áhrif

Ertu stanslaust á ferðinni til að sækja þér nauðsynlega þjónustu? Hvernig er aðgengi og hvert er framboð þjónustu í þínu nærumhverfi? Byggðastofnun hvetur íbúa landsins til að taka þátt í þjónustukönnun þar sem spurt er um þjónustusókn íbúa í landsbyggðunum og viðhorf til breytinga á þjónustu. Þó að sund og baðstöðum fjölgi víðsvegar á landinu þá búa margir íbúar úti á landi við þær aðstæður að þurfa að ferðast um langan veg til að komast til læknis, fara á pósthús eða með bílinn í bifreiðaskoðun svo fátt eitt sé nefnt. Er einhver þjónusta sem íbúar óttast að missa úr sinni heimabyggð?
Meira

Að lifa eins og blóm í eggi | Leiðari 34. tbl. Feykis

„Nei Óli, dreptu mig ekki!!!“ söng í einum starfsmanni Nýprents fyrir nokkrum dögum. „Jahérna, er hann þá svona!?“ gætu lesendur leiðara Feykis hugsað þegar þeir lesa þetta.
Meira

Okkar framtíð á Norðurlandi vestra

Ungmennaþing SSNV fór fram í félagsheimilinu á Blönduósi í gær og heppnaðist vel. Í frétt á vef SSNV segir að markmið dagsins hafi verið að gefa ungu fólki á Norðurlandi vestra tækifæri til þess að hafa áhrif á stefnumál landshlutans og koma sínum hugmyndum á framfæri. Á þingið mættu 43 ungmenni á aldrinum 13-18 ára frá öllum sveitarfélögum landshlutans.
Meira

Leikur á móti Stjörnunni í kvöld

Nú er komið að æfingaleik tvö hjá Meistaraflokki karla Tindastóls í körfubolta. Leikurinn hefst á slaginu 19:15 það kostar 1000 kr. inn og hamborgarasalan hefst venju samkvæmt 18:30. 
Meira

Birgir í ársleyfi meðan hann stýrir Fangelsismálastofnun

Lögreglustjórinn á Norðurland vestra, Birgir Jónasson, mun taka við sem forstöðumaður Fangelsismálastofnunar í byrjun næsta mánaðar í fjarveru Páls E. Winkel fangelsismálastjóra. Samkvæmt upplýsingum Feykis fer Birgir í leyfi frá störfum í tólf mánuði, líkt og Páll, en Sigurður Hólmar Kristjánsson mun gegna stöðu lögreglustjóra á Norðurlandi vestra meðan á þessum hrókeringum stendur.
Meira

Ný rannsókn á byggðabrag kynnt

Á heimasíðu Húnaþings vestra er sagt frá því að út sé komin skýrslan Byggða-bragur: Félagssálfræðileg rannsókn á þremur íslenskum sveitarfélögum sem unnin er af Bjarka Þór Grönfeldt og Vífli Karlssyni. Skýrslan er byggð á rannsókn sem unnin var við Háskólann á Bifröst með styrk úr Byggðarannsóknar-sjóði og Rannsóknarsjóði Háskólans á Bifröst.
Meira

Halldór B. Gunnlaugsson er nýr framkvæmdastjóri Farskólans

Á vef farskólans segir að  Halldór Brynjar Gunnlaugsson, sem starfað hefur sem verkefnastjóri í Farskólanum frá árinu 2011, hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Farskólans.
Meira