„Aftast í kristalskúlunni sjáum við jafnvel 0-1 sigurmark sem mun sjokkera íslenskt knattspyrnusamfélag“
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir, Vestur-Húnavatnssýsla
13.09.2024
kl. 13.38
Það er lítið eitt eftir af fótboltasumrinu. Tindastólsfólk hefur haft ástæðu til að gleðjast þar sem strákarnir komust upp um deild og stelpurnar héldu sætinu í Bestu deildinni. Það verður hins vegar langur laugardagur hjá aðdáendum Kormáks/Hvatar sem munu eflaust naga neglur á meðan það ræðst hvort það verða knatttröllin úr KF, Garðbæingar í KFG eða þeirra eigin hetjur í Kormáki/Hvöt sem þurfa að bíta í það súra epli að falla úr 2. deild í þá þriðju. Lokaumferðin er á morgun. Feykir lagði nokkrar spurningar fyrir ónefndan fulltrúa Aðdáendasíðu Kormáks.
Meira