V-Húnavatnssýsla

Kvennamót GSS fór fram í blíðskaparveðri á laugardaginn

Kvennamót GSS fór fram í bongóblíðu á Hlíðarendavelli laugardaginn 30. júní og var þetta í 21. skiptið sem mótið var haldið. Völlurinn skartaði sínu fegursta, blómum skreyttur og snyrtilegur í alla staði. 51 kona, frá níu klúbbum, mættu til leiks og heppnaðist mótið vel. Sigurvegari í ár var Dagný Finnsdóttir frá Golfklúbbi Fjallabyggðar (42 punktar), í öðru sæti var Aldís Hilmarsdóttir frá GSS (41 punktur) og í þriðja sæti var Hulda Guðveig Magnúsdóttir frá Golfklúbbi Siglufjarðar (41 punktur). 
Meira

Fyllt grísalund og Oreo ostakaka

Matgæðingar vikunnar eru Gestur Sigurjónsson, kennari í Árskóla, og Erna Nielsen, bókari hjá RH endurskoðun. Gestur og Erna búa á Skagfirðingabraut ásamt fjórum af sex börnum þeirra. Kristu Sól (21), Sigurjóni Elís (10), Brynju (7) og Freyju (7) og hundinum Kappa (2).
Meira

Geggjuð kjötmarinering og marengsskál

Matgæðingar vikunnar í tbl 29 í fyrra voru Sunna Björk Atladóttir og Kristinn T. Björgvinsson en þau búa í Túnahverfinu á Króknum. Sunna Björk er 35 ára lögmaður og löggiltur fasteignasali að mennt ásamt því að vera eigandi Fasteignasölu Sauðárkróks. Kristinn er 44 ára, menntaður í húsasmíði og vinnur sjálfstætt við þá iðn. Þau eiga saman Björgvin Skúla Kristinsson sem er fjögurra ára. „Þegar við fáum fólk í mat er algjör snilld að henda í þessar uppskriftir – einfalt og þægilegt,“ segir Sunna. 
Meira

Húsvíkingar kvöddu Hvammstanga með stigin þrjú í farteskinu

Það var leikið á Sjávarborgarvelli á Hvammstanga í gærkvöldi í 2. deild Íslandsmótsins – mögulega í fyrsta skipti. Það voru vaskir Völsungar sem mættu til leiks gegn heimamönnum í Kormáki/Hvöt. Húsvíkingar hafa jafnan haft á að skipa góðu fótboltaliði og þeir reyndust sterkari aðilinn í þetta skiptið og skiluðu sér heim á Húsavík með þrjú dýrmæt stig í pokahorninu. Lokatölur 1-3.
Meira

Stangarstökkið skemmtilegast | Karl Lúðvíksson í spjalli

Við setningu Jólamóts Molduxa í körfubolta, sem haldið er annan dag jóla ár hvert í íþróttahúsinu á Sauðárkróki, var Samfélagsviðurkenning Molduxa veitt í sjöunda sinn. Að þessu sinni kom hún í hlut Karls Lúðvíkssonar, íþróttagarps í Varmahlíð, og þótti Molduxum við hæfi að Karl fengi viðurkenninguna að þessu sinni þar sem hann hefur verið óþreytandi við að leggja samferðafólki sínu lið á ýmsan hátt og ósjaldan í sjálfboðavinnu.
Meira

Úthlutun aflamarks Byggðastofnunar – sértæki byggðakvótinn kjölfesta samfélagsins

Stjórn Byggðastofnunar kom saman til fundar í höfuðstöðvum stofnunarinnar á Sauðárkróki síðastliðinn miðvikudag 25. júní. Verkefni stjórnar á fundinum var m.a. úthlutun sértæks byggðakvóta samkvæmt 10. gr. a. laga um stjórn fiskveiða nr. 116/2006 sem gengið hefur undir heitinu Aflamark Byggðastofnunar. Alls barst 21 umsókn um Aflamark Byggðastofnunar sem auglýst var í maí. Í byggðarlögunum Þingeyri, Suðureyri, Drangsnesi, Hólmavík, Hrísey, Borgarfirði eystra, Breiðdalsvík og Djúpavogi barst ein umsókn á hverjum stað. Tvær umsóknir bárust vegna byggðarlaganna Raufarhafnar og Bakkafjarðar, þrjár vegna Tálknafjarðar og sex vegna Grímseyjar.
Meira

Rabarbarahátíðin í gamla bænum á Blönduósi er á morgun

Á morgun, laugardag, hefst Rabarbarahátíðin í gamla bænum á Blönduósi en hátíðin byrjar á samhjóli frá gamla bænum kl. 9:00 og er hjólað í kringum Svínavatn. Þá mun reiðhjólaverslunin Örninn vera á svæðinu og setja upp fyrir hjólastillingar og sölusýningu. Þegar duglega fólkið er farið í langt samhjól verður yngri krökkunum boðið í samhjól út að Húnaskóla þar sem verður sett upp skemmtileg þrautabraut. Dagskrá Rabarbarahátíðarinnar heldur svo áfram frá kl. 12:00 en þá er móttaka rabarbararétta í uppskriftarkeppninni. Friðrik Halldór verður á svæðinu og sér um að spila létta tóna og auðvitað á hann eftir að taka rabarbaralagið.
Meira

Ingi Sigþór gefur út sitt fyrsta lag

Ingi Sigþór Gunnarsson þekkja flestir Skagfirðingar því hann hefur verið iðinn fyrir Leikfélag Skagafjarðar á sviðinu í Bifröst í mörg ár ásamt því að troða upp hér og þar með söng og skemmtisögum í Skagafirðinum og víðar. Hann sló í gegn nú síðast í leikritinu Litla hryllingsbúðin en þar fór hann með hlutverk Baldurs Snæs. 
Meira

Þrír leikir á Sauðárkróksvelli á morgun, laugardag

Á morgun fara fram þrír leikir á Sauðárkróksvelli og byrjar fyrsti leikurinn kl. 12 þegar A-lið fjórða flokks karla THK, sameiginlegt lið Tindastóls, Hvatar og Kormáks, spilar gegn ÍR. Annar leikurinn byrjar kl 13:20 þegar B-lið fjórða flokks THK spilar einnig gegn ÍR. Þriðji leikurinn verður svo kl. 16:00 en þá mætir meistaraflokkur karla liði KÁ. 
Meira

Sturluhátíðin í Dölum verður haldin 13. júlí

Nú fer að styttast í árlegan viðburð. Sturlufélagið heldur árlega Sturluhátíð laugardaginn 13. júlí nk. Hátíðin er kennd er við sagnaritarann mikla Sturlu Þórðarson, sem bjó að Staðarhóli í Dölum. Hátíðin hefst við Staðarhól, Saurbæ í Dölum, með afhjúpun söguskilta sem Sturlufélagið hefur látið útbúa og gefa innsýn í sögu sagnaritarans, Staðarhóls og héraðsins. Að því loknu förum við í sögugöngu með leiðsögn um Staðarhól. Að lokinni þessari dagskrá á Staðarhóli verður haldið að Laugum í Sælingsdal, þar sem dagskráin heldur áfram og verða bornar fram kaffiveitingar, í boði Sturlufélagsins, að gildum og góðum íslenskum sið.
Meira