V-Húnavatnssýsla

Styttist í Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið verður í Borgarnesi í ár

Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið um verslunarmannahelgina í Borgarnesi og opnar fyrir skráningu þann 2. júlí. Ungmennasamband Skagafjarðar mun niðurgreiða skráningargjald fyrir alla keppendur frá Skagafirði sem eru 9.400 kr. og lýkur skráningu þann 29. júlí. Öll ungmenni frá aldrinum 11 til 18 ára geta skráð sig til leiks og er ekki skylirði að vera skráður í ungmenna- eða íþróttafélag. 
Meira

U20 strákarnir í 1. sæti í riðlinum

Í gær spiluðu strákarnir í U20 ára karlalið Íslands gegn heimamönnum í Svíþjóð í sínum öðrum leik á Norðurlandamótinu í Södertalje, lokatölur 82-78 í mögnuðum sigri. Ísland er því í 1. sæti í sínum riðli en næsti leikur er gegn Danmörku á morgun, laugardag, kl. 14:00. Danir sitja í síðasta sæti í riðlunum og hafa tapað báðum leikjunum sínum.
Meira

Reynir Bjarkan og félagar í U20 unnu fyrsta leikinn

Reynir Bjarkan Róbertsson og félagar í undir 20 ára lið karla í körfubolta lagði Eistland í gær í fyrsta leik sínum á Norðurlandamótinu í Södertalje í Svíþjóð, 72-84. Leikurinn var sá fyrsti af fjórum á mótinu, en í dag kl. 17:15 leika þeir gegn heimamönnum í Svíþjóð.
Meira

Mannabreytingar hjá Farskólanum

Breytingar hafa verið og verða hjá Farskólanum á Sauðárkróki á næstu misserum en í apríl var auglýst eftir verkefnastjóra og í byrjun júní var auglýst eftir framkvæmdastjóra. Í stöðu verkefnastjóra var Þórhildur M. Jónsdóttir ráðin, eða Tóta eins og flestir þekkja hana, en í stöðu framkvæmdastjóra hefur enn ekki verið ráðið en umsóknarfrestur rann út þann 15. júní sl. Það er Bryndís Þráinsdóttir sem gegnir þeirri stöðu í dag en hún hefur sagt stafi sínu lausu.
Meira

Skagfirskir Blikar með smá Húnvetnsku ívafi gera gott körfuboltamót í Danmörku

Íslandsmeistarar í 7. flokki drengja í körfubolta, Breiðablik, höfnuðu um síðustu helgi í 2. sæti á alþjóðlegu móti sem nefnist Copenhagen Invitational og fór fram í Kaupmannahöfn. Í fyrra var Feykir með frétt um efnilega körfuboltadrengi í MB11 sem væru með skagfirskt blóð í æðum í liði Breiðabliks og nú voru þessir drengir aftur á ferðinni og gerðu heldur betur gott mót.
Meira

Northern Seafood stefnir á að rækta krækling í Hrútafirði, Miðfirði og Skagafirði

Einkahlutafélagið Northlight Seafood vilji hefja skelræktun í tilraunaskyni í Hrútafirði, í Miðfirði og sömuleiðis í Skagafirði og hefur sótt um tímabundið leyfi til MAST til að kanna hvort svæðin henti til slíkrar ræktunar.
Meira

Skagabyggð hlýtur styrk frá Vegagerðinni

Á vef Skagabyggðar segir að Vegagerðin hafi samþykkt að veita styrk til vegagerðar af liðnum Styrkvegir í vegáætlun árið 2024 til verkefnisins "Styrkvegir í Skagabyggð" að upphæð kr. 3.000.000 og er styrkþegi Skagabyggð.
Meira

Byggðastofnun styður nýliðun í landbúnaði

Byggðastofnun hefur fjármagnað nýliðun á 30 búum síðastliðin þrjú ár með sérstökum lánaflokki til nýliðunar í landbúnaði, en blómleg byggð um land allt byggir að stóru leyti á öflugum landbúnaði.
Meira

Nesi vann Hard Wok háforgjafarmótið sem fram fór í gær

Þriðja Hard Wok háforgjafarmót sumarsins fór fram í gær í frábæru golfveðir. Skorið í þessu móti sem og hinum tveimur var frábært og margir að spila virkilega vel. Háforgjafarmót er 9 holu mót fyrir þá kylfinga sem eru með háa forgjöf eða frá 30 og upp í 54. Þeir sem eru með lægri en 30 get að sjálfsögðu verið með en geta ekki unnið til verðlauna. 
Meira

Nýtt og betra fyrirkomulag grásleppuveiða | Teitur Björn Einarsson skrifar

Alþingi samþykkti nýverið frumvarp meirihluta atvinnuveganefndar um breytt fyrirkomulag veiðistjórnunar á grásleppu. Það er fagnaðarefni að þingheimur skuli loksins hafa afgreitt og leitt í lög þetta framfaraskref við veiðar á grásleppu en frumvörp sama efnis höfðu áður verið lögð fram á síðustu þingum en ekki náðst samstaða um að klára málið fyrr en nú.
Meira