1-1-2 dagurinn á Blönduósi heppnast einstaklega vel
1-1-2 dagurinn var haldinn hátíðlegur á Blönduósi í gær og var gestum og gangandi við það tækifæri boðið að kynnast viðbragðsaðilum af svæðinu og búnaði þeirra, eftir að viðbragðstækin höfðu keyrt hring um bæinn. Einnig var Hauki Eldjárni Gunnarssyni úr Blönduskóla veitt verðlaun fyrir þátttöku og rétt svör í eldvarnargetrauninni sem 3.bekkingar í Blönduskóla og Húnavallaskóla tóku þátt eftir árlegt eldvarnarátak.
Á Facebooksíðu Brunavarna Austur-Húnvetninga er öllum þakkað sem tóku þátt og lögðu leið sína á viðburðinn en hann þótti hafa heppnast einstaklega vel. Hinn magnaði myndasmiður á Blönduósi, Róbert Daníel Jónsson, tók myndir af þessum frábæra hópi viðbragðsaðila sem stendur vaktina og vinnur þétt saman á svæðinu og hægt að nálgast HÉR.