Bíll eyðilagðist í eldi á Svínvetningabraut

Mikill eldur og reykur var í bílnum sem var tveggja ára Mitsubishi Outlander. Mynd: Róbert Daníel Jónsson en fleiri myndir af vettvangi er hægt að finna á Facebooksíðu hans.
Mikill eldur og reykur var í bílnum sem var tveggja ára Mitsubishi Outlander. Mynd: Róbert Daníel Jónsson en fleiri myndir af vettvangi er hægt að finna á Facebooksíðu hans.

Eldur kviknaði í bíl á Svínvetningabraut rétt við bæinn Kagaðarhól í gær. Enginn slasaðist í eldinum. Lögreglu og slökkvilið fengu tilkynningu eld í tengitvinnbíl um klukkan hálf þrjú og var mikill eldur og reykur var í bílnum.

Húni.is greinir frá því að Ingvar Sigurðsson, slökkviliðsstjóri hjá Brunavörnum Austur-Húnvetninga hafi sagt í samtali við Ríkisútvarpið að bíllinn hafi orðið alelda frá upphafi og út frá honum kom eldur í sinu. Annar bíll hafi verið upp við þann sem kviknaði í en honum var forðað áður en eldurinn náði í hann.

„Ingvar sagði að slökkvistarf hafi gengið vel. Slökkviliðsmenn byrjuðu á því að tryggja að sinueldurinn breiddist ekki út meðan þeir sáu til þess að þeir væru með nógu mikið vatn til að slökkva í bílnum. Samkvæmt viðmiðunarreglum er gert ráð fyrir að slökkvilið þurfti að vera með tólf til fimmtán þúsund lítra til að slökkva eld í rafmagnsbíl. Það er vegna þess hversu lífseigur eldurinn er þegar hann nær í rafhlöðurnar og vegna hættu á að það kvikni aftur í bílnum. Þegar nóg vatn var komið á staðinn tóku slökkviliðsmenn til við að slökkva eldinn í bílnum,“ segir á Húni.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir