feykir.is
Skagafjörður, Mannlíf, Lokað efni 23.12.2025
kl. 13.33 oli@feykir.is
Auður Björk Birgisdóttir er deildarstjóri í Grunnskólanum austan Vatna á Hofsósi. Hún býr á bænum Grindum í Deildardal með eiginmanni sínum, Rúnari Páli Dalmanni Hreinssyni, en þar búa þau með sauðfé og hross. „Við eigum þrjú börn, Bjarkey Dalrós, 17 ára, Sigurrós Viðju, 11 ára, og Birgi Smára Dalmann, 7 ára.
Þóranna Ósk er 29 ára, fædd og uppalin á Sauðárkróki, og býr með kærastanum, Pétri Rúnari, og syni þeirra, Jóni Birgi, sem fæddist núna í sumar. Þegar Þóranna er ekki í fæðingarorlofi vinnur hún sem hjúkrunarfræðingur á HSN. Þóranna er dóttir Steinunnar Daníelu Lárusdóttur og Sigurjóns Viðars Leifssonar. Þóranna og Pétur eru bæði fædd og uppalin í Skagafirðinum. Spurð út í áhugamálin eru þau íþróttir, ferðast og vera með vinum en er á sama tíma voðalega heimakær.
Í dag Þorláksmessudag, var að koma út lag- Sigvaldi Helgi Gunnarsson einn af óskabörkum Skagafjarðar var að gefa út á öllum helstu streymisveitum lagið Jól einu sinni enn.
Óbyggðanefnd kvað 22. desember 2025 upp úrskurði í þjóðlendumálum á eyjum og skerjum umhverfis landið, á svonefndu svæði 12 við málsmeðferð nefndarinnar. Um er að ræða síðustu úrskurði nefndarinnar.
Eva Rún Dagsdóttir er 22 ára, dugleg, umhyggjusöm, jákvæð og lífsglöð íþróttakona frá Sauðárkróki sem opnaði nýverið verslun á Sauðárkróki. Feykir hafði samband við Evu Rún og forvitnaðist aðeins um þessa nýju búð.
Nýlega var ég að kynna mér fiskveiðiráðgjöf í makríl og rak þá augun í að stærð stofnsins hefur verið endurmetin langt aftur í tímann. Nú er talið að stofninn hafi verið mun stærri undanfarin ár en áður var talið. Hrygningarstofn makríls var til dæmis talinn hafa verið 2,7 milljónir tonna árið 2012. Við endurmat Alþjóðahafrannsóknarráðsins er hann talinn hafa verið ríflega 11 milljónir tonna. Það er ríflega fjórfföld aukning.
Fyrir þingkosningarnar fyrir rétt rúmu ári sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, í Spursmálum á mbl.is að þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort sótzt yrði á nýjan leik eftir inngöngu í Evrópusambandið væri mikil málamiðlun af hálfu flokksins. „Það er ekki farið beint í aðildarviðræður. Við förum alltaf í þjóðaratkvæðagreiðslu á undan. Og það er mikil málamiðlun af okkar hálfu,“ sagði hún í þættinum. Hins vegar hefur Þorgerður, líkt og aðrir fulltrúar Viðreisnar, ítrekað haldið því fram að hún treysti þjóðinni fyrir málinu. Nú síðast á Alþingi á föstudaginn.
Nú er liðið eitt ár frá því að ríkisstjórnin var mynduð og við hæfi að hugsa til baka og velta fyrir sér hvað hefur áunnist. Eitt af stóru málunum fyrir kosningarnar í fyrra voru efnahagsmálin. Eðlilega. Verðbólga hafði verið í hæstu hæðum og stýrivextir óbærilegir fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Verðbólgan fór yfir 10% í tíð fyrri ríkisstjórnar. Staðan í dag er allt önnur. Verðbólga hefur ekki mælst minni síðan 2020 og tiltrú á ríkisfjármálin hefur aukist.
Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
Sólmund Friðriksson ættu fleiri en einn og tveir að kannast við sem skelltu sér á ball á gullaldarárum Hljómsveitar Geirmundar í kringum 1990 en þar plokkaði hann bassa af mikill list. Sóli, sem er árgangur 1967, býr nú í Keflavík en hann ólst upp á Stöðvarfirði, sonur hjónanna Solveigar Sigurjónsdóttur og Friðriks Sólmundssonar. Auk bassa spilar Sóli á gítar og þenur raddbönd. Spurður um helstu tónlistarafrek segist hann ekki hafa unnið nein stórafrek hingað til „... en það stendur til bóta á næstu árum þar sem ég er byrjaður að vinna eigið efni til útgáfu. Tónlistarbröltið aðallega verið í góðra manna hópi í hljómsveitamennsku og kórum. Afrekin hafa því verið ýmsir viðburðir og uppfærslur á tónlistarsviðinu í gegnum árin, þar sem ég hef borið þeirrar gæfu að kynnast mörgu góðu listafólki.“