COVID sýni úr Höfðaskóla neikvætt

Höfðaskóli. Mynd:skagastrond.is
Höfðaskóli. Mynd:skagastrond.is

Á þriðjudag var tilkynnt um hugsanlegt COVID-19 smit í Höfðaskóla á Skagaströnd og var skólanum lokað í framhaldi af því. Nú hafa niðurstöður borist úr sýnatöku og kom í ljós að sýnið var neikvætt. 

Skólahald hefst því á ný í dag samkvæmt áður áformuðu skipulagi vikunnar en í þessari viku eru nemendur miðstigs heima en yngsta stig og unglingastig mæta í skóla að því er segir á vef Höfðaskóla.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir