Eingöngu leyft að veiða á flugu í Blöndu

Blanda. Mynd:FE
Blanda. Mynd:FE

Á félagsfundi Veiðifélags Blöndu og Svartár sem haldinn var í Dalsmynni í gærkvköldi var tekin ákvörðun um að eingöngu verði leyfð veiði á flugu í Blöndu næsta sumar. Einnig verði sleppiskylda á öll­um fiski yfir 69 senti­metr­um og ein­ung­is heim­illt að drepa einn smá­lax á vakt á hverja stöng.

Tilefni fundarins var uppsögn félags Árna Baldurssonar á leigu leigu­samn­ingi um vatna­svæðið í byrj­un mánaðar en eitt ár er eft­ir af samn­ingn­um. Var ákveðið að bjóða ána ekki út held­ur ræða við áhuga­sama, sem munu vera nokkr­ir að því er haft er eftir Sig­urði Inga Guðmunds­syni, for­manni veiðifé­lags­ins í veiðifréttum mbl.is í dag. „Fund­ur­inn ákvað að veita frest til 2. sept­em­ber fyr­ir áhuga­sama til að hafa sam­band við okk­ur. Þá sitja all­ir við sama borð,“ sagði Sigurður.

Þeir sem áhuga hafa á samstarfi geta haft samband við formann félagsins, Sigurð Inga Guðmundsson, í síma 891-7119 eða netfangið s-langamyri@simnet.is fyrir mánudaginn 2. september 2019.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir