Endurnýjun samstarfssamnings um Landgræðsluskóga

Frá undirritun samningsins. Mynd: Umhverfis- og auðlindaráðuneytið.
Frá undirritun samningsins. Mynd: Umhverfis- og auðlindaráðuneytið.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið, Skógræktarfélag Íslands, Landgræðslan og Skógræktin hafa endurnýjað samning um rekstur og framkvæmd Landgræðsluskóga til næstu fimm ára. Samningurinn felur í sér ýmis ákvæði varðandi framkvæmd Landgræðsluskóga s.s. að Skógræktarfélag Íslands vinni áætlun sem að lágmarki skilgreinir markmið, tegundaval og afmörkun svæða til gróðursetningar.

Á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytisins kemur fram að Landgræðsluskógar hafi verið starfræktir frá árinu 1990 og því um að ræða endurnýjun samnings um verkefnið. Landgræðsluskógar byggja á starfi áhugamanna í skógræktarfélögum á Íslandi og er markmið verkefnisins að græða lítt og ógróið land með fjölbreyttum skógum og stuðla þannig að ræktun skóga til útivistar fyrir almenning, endurheimt vistkerfa og eflingu líffræðilegrar fjölbreytni og framkvæmd stefnu íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum.

Sjá nánar HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir