MYND. BRÍET
Næstkomandi þriðjudag þann 10. september kl.17 er fyrsta æfing eftir sumarfrí hjá Kvennakórnum Sóldís.
Stjórn kórsins langar að hvetja konur sem áhuga hafa á því að syngja með kórnum næsta vetur að setja sig endilega í samband við Helgu Rós Indriðadóttur kórstjóra kórsins.
Kórinn hefur undanfarin ár tekist á við skemmtileg verkefni og núna síðast lög eftir Magnús Eiríksson, þann frábæra tónlistarmann. Spennandi að vita hvað kórinn tekur fyrir á komandi vetri.