Gullskórinn afhentur í Blönduskóla

Vinningshafarnir hampa skónum. Mynd:Blonduskoli.is
Vinningshafarnir hampa skónum. Mynd:Blonduskoli.is

Átaksverkefninu Göngum í skólann, sem hófst 9. september, lauk sl. föstudag en markmið þess eru að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Á heimasíðu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, sem er einn þeirra aðila sem að verkefninu stendur, segir að ein einfaldasta leiðin til að auka hreyfingu í daglegu lífi sé að velja virkan ferðamáta, svo sem göngu, hjólreiðar, hlaup, línuskauta eða hjólabretti og ávinningurinn felist ekki aðeins í andlegri og líkamlegri vellíðan heldur sé þetta einnig umhverfisvæn og hagkvæm leið til að komast á milli staða.Gullskórinn. Mynd:blonduskoli.is

Blönduskóli tók nú þátt í verkefninu í fjórða sinn. Þar var haldin keppni á milli bekkjarhópa og starfsmanna skólans um hver kæmi oftast gangandi eða hjólandi í skólann. Þátttaka var mjög góð og 88,3% þeirra sem áttu möguleika á að koma gangandi eða hjólandi gerðu það.

Einn hópur stóð uppi sem sigurvegarar en það var 7.-8. bekkur. Þeir nemendur komu í 92,1% tilfella gangandi eða hjólandi í skólann og fengu í viðurkenningarskini afhentan hinn eftirsótta verðlaunagrip gullskóinn. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir