Höpp og glöpp Ólafs B. Schram - Sögustund í Kakalaskala

Á morgun, föstudaginn, 1. nóvember, kemur út bókin Höpp og glöpp eftir leiðsögumanninn Ólaf B. Schram en þar segir hann frá höppum og glöppum á ferðalögum sínum vítt og breitt um landið. Hann segir um létta bók að ræða bæði að innihaldi og umgjörð, 300 síður, myndskreytt, harðkilja og með 120 sögum. Þann 9. nóvember verður Óli á ferð um Skagafjörð og les upp úr bókinni í Kakalaskála en samkoman hefst kl 20:00.

„Ég vil kynna og segja sögur úr bókinni í notalegu og afslöppuðu rými og tel mig lukkunnar (Höpp) pamfíl að fá þarna inni,“ segir höfundurinn sem ákvað að gefa út bók með sögum sem hann hefur safnað um árabil og sjálfur lent í.

„Ég setti upp FB síðu og hef þar skrifað stöku grein, aðallega um atvik úr mínu lífi, s.s. um ferðir um byggðir og óbyggðir Íslands, hestaferðir, skondna daga með útlendingum á Íslandi, festur og bilanir, villur og vegleysur. Þetta hefur mælst vel fyrir og öðru hvoru fæ ég hvatningu um að halda þessum greinum til haga og safna þeim í bók. Nú er sú stund runnin upp,“ segir hann og er ánægður með að þetta skuli eiga sér stað á 25 ára afmælisári fyrirtækis hans, Fjallafari – Highlander.

„Sögurnar mínar, með höppum og glöppum, hafa verið lesnar af fjölda fólks. Hver þeirra er örsaga, tvær til þrjár blaðsíður. En þær virðast vera vinsælar,“ segir hann enda gaman að heyra hvernig honum tókst að plata víni ofan í ameríska fjölskyldu, fá leyfi hjá Þjóðgarðsverði til að skjóta fugla, hvernig orðatiltækið „Glatt á Hjalla“ varð til og hvernig það er að finnast of fljótt af björgunarsveitum. Ein sagan í bókinni segir frá Skagfirðingnum Dúdda á Skörðugili, sem margir þekkja, og segist Óli ætla að geyma hana þar til í Kakalaskála svo í Feyki vikunnar er hægt að nálgast sögu af öðrum landsþekktum manni og er ein af vinsælustu sögum Óla. „Sagan er komin frá Árna Johnsen sjálfum og er sönn þrátt fyrir það.“

Einnig er viðtal við Árna þar sem hann segir frá sambýli álfanna úti í Eyjum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir