Húsgagna- og húsmunasöfnun á Blönduósi á vegum Rauða krossins
Rauði krossinn á Blönduósi óskar eftir húsmunum vegna móttöku flóttafólks frá Sýrlandi sem væntanlegt er í næsta mánuði. Eftirtalda muni vantar og eru þeir sem eiga kost á því að taka þátt í söfnuninni vinsamlega beðnir að senda Guðrúnu Margréti Guðmundsdóttur, verkefnastjóra Rauða krossins, skilaboð á messenger með mynd af húsgagni/húsmunum, eða hringja í hana í síma s. 6959577.
- Sófaborð
- Sófasett
- Náttborð
- Borðstofuborð
- Stólar
- Eldhúsborð og eldhússtólar
- Fatahirslur
- Sjónvarpsskenkir
- Skrifborð
- Bókahillur / hillur / skenkir
- Mottur
- Herðartré
- Leikföng
- Ljós og lampar
- Matvinnsluvél
Eins og komið hefur fram í fréttum er von á 21 flóttamanni frá Sýrlandi í næsta mánuði og samanstendur hópurinn af fjórum fjölskyldum, einni fjögurra manna fjölskyldu, einni fimm manna og tveimur sex manna, þar af eru 12 börn og ein 17 ára stúlka.