Íbúafundur í Húnavatnshreppi

Vilt þú taka þátt í að skapa framtíð samfélagsins? er yfirskrift fundar sem sveitarstjórn Húnavatnshrepps boðar til í Húnavallaskóla nk. fimmtudag, 28. nóvember, klukkan 20:00. Á fundinum verður farið yfir áherslur sveitarstjórnar í fjárhagsáætlun ársins 2020 og sameiningarmálin verða meðal fjölmargra umfjöllunarefna.

Fundurinn verður haldinn með þjóðfundarsniði og munu fulltrúar frá KPMG stýra umræðum og stjórna fundinum. 

Boðið verður upp á kaffiveitingar og eru íbúar hvattir til að fjölmenna og taka þátt í að breyta framtíðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir