Kaflaskiptur marsmánuður - Veðurspá Veðurklúbbsins á Dalbæ

Í var haldinn fundur í Veðurklúbbi Dalbæjar og mættu þrettán félagar stundvíslega kl 14. Farið var yfir síðasta spágildi og voru félagar nokkuð sáttir með hvernig úr rættist. Samkvæmt spánni verður marsmánuður kaflaskiptur en vonast er til að hann verði mildari en febrúar.

„Tunglið sem er ríkjandi fyrir megnið af marsmánuði er Góu-tunglið, sem kviknaði 23. febrúar, en  næsta tungl kviknar 24. þessa mánaðar kl 09:28 í suðaustri.  Er það páskatungl.

Marsmánuður verður kaflaskiptur en vonandi mildari en febrúar. Þó finnst okkur við eiga von á góðri „gusu“ í mánuðinum.  Vindar munu blása frekast úr austri en þó breytilegar áttir.“  Fundi lauk kl 14:35.

Veðurvísa
Febrúar á fannir
þá læðist geislinn lágt.
Í mars þá blæs oft biturt
en birtir smátt og smátt.

Kær kveðja,
Veðurklúbburinn á Dalbæ

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir