Kórónaveiran og matvæli

Mat­væla­stofn­un hefur sent frá sér tilkynningu varðandi kórónaveiruna og matvæli í framhaldi þess að til hennar berast ýms­ar fyr­ir­spurn­ir þar að lútandi. Jafn­framt bendir Matvælastofnun á al­menn­ar upp­lýs­ing­ar um veiruna á vef land­lækn­is. Fylgst er með þekk­ing­arþróun á þessu sviði og verða upp­lýs­ing­ar hér upp­færðar eins og við á. Hér að neðan fylgja helstu spurningar og svör um þetta efni:

Er hætta á því að mat­væli geti borið smit?

Ekki hef­ur verið staðfest að smit hafi borist með mat­væl­um. Kór­ónu­veir­an er ekki mat­ar­bor­inn sjúk­dóm­ur. Þeir sem eru í sótt­kví og með ein­kenni ættu þó ekki að út­búa mat fyr­ir aðra.

Get­ur veir­an borist með fersk­um ávöxt­um og græn­meti?

Veir­an nær ekki að fjölga sér í ávöxt­um og græn­meti, né öðrum mat­væl­um. Hins veg­ar gæti hún setið á yf­ir­borði eft­ir úðasmit (hnerra eða hósta frá sýkt­um ein­stak­lingi) en ekki er vitað hversu lengi. Mjög ólík­legt er þó að hún nái að ber­ast milli landa með ávöxt­um og græn­meti. Mat­væla­stofn­un hvet­ur neyt­end­ur, nú sem áður, til að skola vel ávexti og græn­meti fyr­ir neyslu.

Get­ur veir­an borist með umbúðum mat­væla?

Það er mjög ólík­legt að menn smit­ist af Kór­ónu­veirunni við snert­ingu mat­vælaum­búða. Handþvott­ur eft­ir versl­un­ar­ferð er góð venja. Fylgið leiðbein­ing­um land­lækn­is um handþvott og smit­varn­ir.

Ítar­efni:

Upp­lýs­ingasíða Embætt­is land­lækn­is um kór­ónu­veiruna (COVID-19)

Spurn­ing­ar og svör varðandi kór­óna­veiruna (COVID-19) á vef land­lækn­is

Skoða á mast.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir