Kynningarfundir um hrútakost

Sauðfé. Mynd:FE
Sauðfé. Mynd:FE

Búnaðarsambönd landsins standa á næstunni fyrir kynningarfundum í kjölfar útgáfu á nýrri hrútaskrá í samstarfi við Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins. Aðalumfjöllunarefni fundanna er kynning á hrútakosti sæðingastöðvanna en auk þess eru fundirnir kjörinn vettvangur til að ræða ræktunarstarfið í sauðfjárræktinni að því er segir í frétt á vef Bændablaðsins, bbl.is. Haldnir verða fjórir fundir á svæði Búnaðarsambands Húnaþings og Stranda og Búnaðarsambands Skagfirðinga; í Sævangi í Steingrímsfirði, í Ásbyrgi á Laugarbakka, í sal BHS á Blönduósi og í Tjarnarbæ í Skagafirði.

Hrútakosturinn samanstendur af 45 hrútum, þar af eru 20 nýir. 14 þeirra eru hyrndir og fjórir kollóttir auk forystuhrúts og fledfjárhrúts sem kynntir verða til sögunnar. „Sæðingastarfsemin er fjöreggið í ræktunarstarfinu og einn af grunnþáttunum í því að viðhalda erfðaframför í stofninum. Á „matseðli“ stöðvanna er fjölbreytt úrval af kostamiklum hrútum sem bændur eru hvattir til að nýta og standa saman að því að halda fjöregginu lifandi og öflugu,“ segir á bbl.is.

Fundir Búnaðarsambands Húnaþings og Stranda og Búnaðarsambands Skagfirðinga verða sem hér segir:

Sævangur á Ströndum, fimmtudagurinn 21. nóvember klukkan 13:30.
Ásbyrgi í Miðfirði, fimmtudagurinn 21. nóvember klukkan 20:00.
Salur BHS að Húnabraut 13 á Blönduósi, föstudagurinn 22. nóvember klukkan 13:30.
Tjarnarbær í Skagafirði, fimmtudaginn 28. nóvember klukkan 20:00.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir