Nes listamiðstöð óskar eftir samstarfi við sveitarstjórn um þróun listamiðstöðvarinnar

Á fundi sveitarstjórnar Skagastrandar í gær, 13. nóvember, var lagt fram erindi frá Nes listamiðstöð þar sem óskað er eftir samstarfi við sveitarfélgaið um þróun listamiðstöðvarinnar og hliðargreinar henni tengdar.

Í erindinu er óskað eftir því við sveitarstjórn að skipaður verði starfshópur í samstarfi við stjórn listamiðstöðvarinnar og að gert verði ráð fyrir kostnaði vegna ráðgjafarvinnu vegna verkefnisins við gerð fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins.

Í fundargerð segir að sveitarstjórn hafi tekið vel í erindið en þó ekki talið ekki forsendur til þess að verða við beiðninni er varðar kostnað við ráðgjafavinnu. Taldi hún þó tækt að taka þátt í slíku samvinnuverkefni ef Nes listamiðstöð gæti aflað styrkja fyrir hluta af kostnaði við verkefnið. Sveitarstjóra var falið að ræða við forsvarsmenn Nes listamiðstöðvar um málefnið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir