Páskaafhending hjá REKO á Norðurlandi

Frá REKO afhendingu á Sauðárkróki sl. vetur. Mynd:FE
Frá REKO afhendingu á Sauðárkróki sl. vetur. Mynd:FE

Á morgun, miðvikudaginn 8. apríl, verða REKO afhendingar á Blönduósi og Sauðákróki þar sem neytendur geta pantað vörur milliliðalaust frá framleiðendum á svæðinu.

REKO afhendingar á Norðurlandi hafa verið u.þ.b. mánaðarlega yfir vetrartímann frá því í fyrravetur en markmiðin með REKO eru m.a. að koma upp sölu- og dreifingarkerfi sem sparar tíma og peninga, að auka viðskipti með vörur úr héraði og efla nærsamfélagsneyslu og gera matarhandverki og heimavinnslu hærra undir höfði.

Viðskiptin fara þannig fram að á Facebook er að finna hópinn REKO Norðurland og þurfa áhugasamir að sækja um inngöngu þar til þess að geta pantað vöru. Framleiðendur kynna þá vöru sem í boði er á hverjum stað fyrir sig og neytendur leggja inn pöntun og greiða fyrir vöruna áður en afhendingin fer fram.

Á boðstólum er mikið úrval af kjöti, heitreykt bleikja, broddur, sultur, pestó og ýmislegt fleira og eru sumir framleiðendur með góð tiil boð í tilefni páskanna. Afhendingar að þessu sinni verða sem hér segir:

  • Á Blönduósi á bílaplani utan við Húnabúð, miðvikudaginn 8. apríl klukkan 12:00-12:30.
  • Á Sauðárkróki á bílaplani hjá N1 í Ábæ, miðvikudaginn 8. apríl klukkan 17:00-17:30.

Í dag, þriðjudag, eru síðustu forvöð að leggja inn pöntun.

Hægt er að afla sér nánari upplýsinga um REKO og sölufyrirkomulagið á slóðunum  https://mataraudur.is/reko-a-islandi/ og https://mataraudur.is/reko-algengar-spurningar-og-svor-fyrir-framleidendur/.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir