Rúmlega átta og hálf milljón í söfn á Norðurlandi vestra

Glaumbær í Skagafirði. Mynd: Byggðasafn Skagfirðinga.
Glaumbær í Skagafirði. Mynd: Byggðasafn Skagfirðinga.

Á dögunum úthlutaði mennta- og menningarmálaráðherra, að fenginni umsögn safnaráðs alls 113.850.000 kr. úr safnasjóði. Þar af voru veittir 85 verkefnastyrkir alls 84.250.000 kr. auk þess sem 29.600.000 kr. var úthlutað í rekstrarstyrki til 37 viðurkenndra safna. Alls bárust 142 verkefnaumsóknir og voru veittir styrkir á bilinu frá 300.000 kr. til 2,5 milljónir króna. Rúmlega átta og hálf milljón kom í hlut safna á Norðurlandi vestra.

Hlutverk og tilgangur safnasjóðs er að efla starfsemi safna með styrkjum. Viðurkennd söfn, önnur en söfn í eigu ríkisins, geta sótt um rekstrarstyrki til að efla starfsemi sína og öll viðurkennd söfn geta sótt um styrki til skilgreindra verkefna.

Byggðasafn Skagfirðinga hlaut fjórar milljónir króna alls:
1.000.000        Rekstrarstyrkur         
1.200.000        Safn og samfélag
900.000           Fullnaðarskráning safnmuna og ljósmynda í Sarp
900.000           Samstarf viðurkenndra safna á Norðurlandi vestra

Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna fékk 2,4 milljónir í heildina:
800.000           Rekstrarstyrkur
600.000           Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna Bátar á flugi   
1.000.000        Heyskapur í Tungunesi

Heimilisiðnaðarsafnið Á Blönduósi fékk í sinn hlut 2,25 milljónir:
800.000           Rekstrarstyrkur
300.000           Varðveisla     
500.000           Að koma ull í fat: Vefsýning fyrir grunnskólabörn.
650.000           Ljósmyndun (stafræn miðlun)

Sjá nánar HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir