Skálinn við Ströngukvísl skemmdur eftir innbrot

Mynd: Jakob Ástmar Jóhannsson
Mynd: Jakob Ástmar Jóhannsson

Það var ófögur sjón sem blasti við jeppamönnum þegar þeir komu í skálann við Ströngukvísl á Eyvindarstaðaheiði um helgina, segir á RÚV, en rúða í einum glugga hafði verið brotin, annar gluggi skilinn eftir opinn og í kjölfarið hafði fennt inn um allt hús. Fimm félagar úr Húnvetningadeild ferðaklúbbsins 4X4 höfðu farið á tveimur bílum í eftirlitsferð í Ströngukvíslarskála á Eyvindarstaðaheiði, en ekki hafði verið farið í skálann síðan í byrjun janúar.

Á Rúv.is segir að þegar komið hafi verið í skálann sáu félagarnir að það vantaði gler í einn glugga og ummerkin voru eins og brotist hafi verið inn. Þá hafði verið opnaður annar gluggi sem ætlaður er sem neyðarútgangur og hann skilinn eftir opinn og er haft eftir Jakobi Ástmari Jónssyni að aðkoman hafi verið ljót.

Í samtali við fréttastofu RÚV taldi Ástmar líklegt að þetta hafi gerst fyrir 3-4 vikum en skálinn er talsvert skemmdur þar sem skafið hafi inn um gluggana og snjór farið inn um allt hús.

Sjá nánar HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir