Stórfundur íbúa vel sóttur

Frá fundinum í Miðgarði. Mynd af Facebooksíðu SSNV.
Frá fundinum í Miðgarði. Mynd af Facebooksíðu SSNV.

Stórfundur íbúa í tengslum við vinnu við gerð nýrrar Sóknaráætlunar Norðurlands vestra var haldinn í Menningarhúsinu Miðgarði sl. þriðjudag. Fundurinn var vel sóttur, líflegar umræður sköpuðust og fram komu margar góðar hugmyndir um framtíðarsýn landshlutans, að því er segir á vef Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.

Á fundinum kynnti KPMG jafnframt stöðu við sviðsmyndagreiningu atvinnulífsins til ársins 2040. Á vef SSNV segir að tilgangur sviðsmyndagreiningar sé að setja í samhengi orsakir og afleiðingar ákvarðana og aðgerða, greina helstu áhættuþætti sem geta staðið þróun svæðisins fyrir þrifum.  Sviðsmyndirnar sem settar séu fram sýni að atvinnu- og mannlíf svæðisins geti þróast í ólíkar áttir, allt eftir því hvaða ákvarðanir verði teknar og til hvaða aðgerða verði gripið á næstu árum. Unnið var með fjórar mismunandi sviðsmyndagreiningar á fundinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir