Strætó ekur samkvæmt laugardagsáætlun

Mynd:vegagerdin.is
Mynd:vegagerdin.is

Frá og með deginum í dag, 14. apríl, mun þjónusta hjá Strætó á landsbyggðinni skerðast tímabundið vegna COVID-19 faraldursins en farþegum Strætó á landsbyggðinni hefur fækkað um 75% síðustu vikur. 

Leið 57, sem ekur um Norðurland vestra, mun aka eftir laugardagsáætlun alla daga.

Farþegar Strætó eiga að ganga inn um framhurð landsbyggðarvagnanna og greiða fargjaldið hjá vagnstjóranum. Þeim er ráðlagt að halda hæfilegri fjarlægð á milli sæta og spritta á sér hendurnar.

 „Við munum áfram sjá til þess að halda uppi almenningssamgöngum á landsbyggðinni eins og kostur er. Hins vegar eru aðstæður afar óvenjulegar. Farþegum hefur fækkað verulega á flestum leiðum, og því ekki annað hægt en að bregðast við með ákveðnum skerðingum,“ segir Sólveig Jóhanna Guðmundsdóttir forstöðumaður almenningssamgöngudeildar Vegagerðarinnar sem annast skipulag almenningssamgangna á landsbyggðinni. 

Tímatöflu Strætó má sjá á vef Strætó: https://www.straeto.is/is/timatoflur/3

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir