Textílmiðstöðin hlýtur styrk

Textílmiðstöðin á Blönduósi. Mynd:FE
Textílmiðstöðin á Blönduósi. Mynd:FE

Textílmiðstöð Íslands og Myndlistaskólinn í Reykjavík hlutu nýverið styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna. Styrknum, sem nemur 2,4 milljónum króna, er úthlutað vegna verkefnsins Nývinnsla í textílhönnun sem felur það í sér að núverandi og útskrifaðir nemendur úr textíldeild Myndlistaskólans, fjórir samtals, vinna saman að hönnun og rannsókn á textíl á Blönduósi sumarið 2019 og hanna úr því nýja vöru. Frá þessu er greint á vef Textílmiðstöðvarinnar.

Alls bárust 154 umsóknir til sjóðsins að þessu sinni fyrir 228 háskólanema þar sem sótt var um rúmlega 199 milljónir króna eða laun í 662 mannmánuði. 59 verkefni hlutu styrk, samtals um 80 milljónir króna þar sem 90 nemendur eru skráðir til leiks í alls 262 mannmánuði.

Nánar má lesa um úthlutunina hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir