Tónlistarskóla Austur-Húnvetninga færð góð gjöf

Sigurlaug og Hlynur afhenda Hugrúnu Sif, skólastjóra Tónlistarskólans, gjöfina.
Sigurlaug og Hlynur afhenda Hugrúnu Sif, skólastjóra Tónlistarskólans, gjöfina.

Tónlistarskóla Austur-Húnvetninga barst í gær höfðingleg gjöf þegar hjónin Sigurlaug Þóra Hermannsdóttir og Hlynur Tryggvason á Blönduósi komu í heimsókn og færðu skólanum klarinett að gjöf til minningar um barnabarn þeirra, Hönnu Lísu, sem lést árið 2015, tæplega 18 ára að aldri.

Í texta sem gjöfinni fylgdi segja hjónin: ,,Við undirrituð höfum ákveðið að færa Tónlistarskólanum klarinett að gjöf til minningar um Hönnu Lísu barnabarn okkar f: 15.09.1997 d: 13.07.2015. Hanna Lísa stundaði nám við skólann og lærði m.a. á blokkflautu, píanó, gítar og seinast á klarinett. Það hljóðfæri heillaði hana mest. Um leið langar okkur að þakka skólanum og starfsmönnum hans frábært starf í þágu tónlistarmenningar í héraðinu.“

„Við þökkum hjónunum kærlega fyrir fallega og höfðinglega gjöf. Minningin um yndislega stelpu og frábæran nemanda lifir í hjörtum okkar,“ segir á heimasíðu skólans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir