Varasamir tölvupóstar frá Blönduósbæ
Tölvuhakkari hefur komist inn á tölvupóst starfamanns á skrifstofu Blönduósbæjar og hefur sent út pósta sem lítur út eins og um sé að ræða reikning frá Blönduósbæ.
Á heimasíðu sveitarfélagsins kemur fram að verið sé að vinna í að stoppa sendingarnar og er þeim tilmælum beint til allra að opna ekki tölvupósta sem berast og virðast innihalda pdf reikning eða eru grunsamlegir í útliti.