Laxveiði í húnvetnskum ám sem notast við Angling iQ appið
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
27.02.2024
kl. 14.48
Fréttavefurinn Sporðaköst sem mbl.is heldur úti og sér um segir að þeir hafi tekið saman lista yfir gjöfulustu veiðistaðina í þeim laxveiðiám sem skrá veiðina rafrænt á Angling iQ appinu. Í fyrsta sæti á listanum er Klapparfljót í Þverá í Borgarfirði með 197 laxa en fast á eftir koma þrjár Húnvetnskar ár, Langhylur í Laxá á Ásum með 155 laxa, Hnausastrengur í Vatnsdalsá með 148 laxa og Grjóthylur í Miðfjarðará með 131 lax. En ef betur er að gáð þá ætti Blanda að vera í 2. sæti með 185 laxa því þar er hægt að veiða á tveimur stöðum, í Breiðunni suður, sem er í tólfta sæti með 93 laxa, og svo í Breiðunni norður, sem er í þrettánda sæti á listanum en þar náðust 92 laxar á land.
Meira