feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla
22.02.2024
kl. 14.29
Þarf eitt að útiloka annað? Nei, það vil ég ekki meina, en að mínu mati eiga framkvæmdir við leik- og grunnskóla samt að vera ofar í forgangsröðinni en framkvæmdir við menningarhús á Sauðárkróki. Mikil þörf er á endurbótum og framkvæmdum við grunnskólabyggingar í Skagafirði svo þær standist þarfir og kröfur nútímans, auk þess sem fullyrða má að aðstöðu til kennslu list- og verkgreina er meira og minna ábótavant. Það eru oft á tíðum þessar námsgreinar sem lúta lægra haldi þegar kemur að skipulagi húsnæðis og skólastarfs, sem er miður því þetta eru þær námsgreinar sem gefa nemendum tækifæri á að efla nýsköpunargáfu sína sem mikil eftirspurn er eftir á vinnumarkaði í nútímasamfélagi.
Meira