Gult kort, hver elskar það ekki?
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Fréttir
09.10.2023
kl. 11.30
Á sama tíma og blaðamaður gleðst yfir að hafa ekki þurft að skrifa margar svona fréttir sem af er hausti kemur alltaf að því. Gul viðvörum er í kortunum og spáin fyrir Strandir og Norðurland vestra er norðan 15-23 m/s og talsverð rigning eða slydda, en snjókoma á heiðum, einkum á Ströndum. Færð gæti spillst, einkum á fjallvegum. Viðvörunin tekur í gildi 02:00 aðfaranótt þriðjudagsins 10.október til 05:00 að morgni miðvikudags.
Meira