Ámundakinn er bakhjarl og hvati til að efla atvinnu- og mannlíf
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
07.07.2023
kl. 10.37
Á Húnahorninu undir lok júnímánaðar mátti lesa um aðalfund Ámundakinnar ehf. en hann var haldinn 14. júní síðastliðinn í Eyvindarstofu á Blönduósi. Félagið stundar útleigu fasteigna og er þátttakandi í rekstri fyrirtækja á starfssvæði sínu. Rekstrartekjur félagsins í fyrra, samkvæmt ársreikningin, námu 138 milljónum króna og hækkuðu um 2,2% milli ára. Rekstrargjöld námu 80,4 milljónum og hækkuðu um 9,5%.
Meira