A-Húnavatnssýsla

Ámundakinn er bakhjarl og hvati til að efla atvinnu- og mannlíf

Á Húnahorninu undir lok júnímánaðar mátti lesa um aðalfund Ámundakinnar ehf. en hann var haldinn 14. júní síðastliðinn í Eyvindarstofu á Blönduósi. Félagið stundar útleigu fasteigna og er þátttakandi í rekstri fyrirtækja á starfssvæði sínu. Rekstrartekjur félagsins í fyrra, samkvæmt ársreikningin, námu 138 milljónum króna og hækkuðu um 2,2% milli ára. Rekstrargjöld námu 80,4 milljónum og hækkuðu um 9,5%.
Meira

Skýjaþjónusta IBM til liðs við Borealis Data Center

Húnahornið segir frá því að Borealis Data Center, sem rekur gagnaver á Blönduósi, Reykjanesi og í Reykjavík, hefur gert samning við IBM Cloud um að hýsa hluta skýjaþjónustu IBM á Íslandi. „Það gerir viðskiptavinum fyrirtækjanna kleift að bjóða viðskiptavinum sínum aðgang að grænni skýjaþjónustu hér á landi, að því er segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Markmiðið með samningnum er að finna sjálfbæra leið fyrir alþjóðlegt fyrirtæki sem vill lækka kolefnisspor sitt með því að veita umhverfisvæna skýjaþjónustu,“ segir í fréttinni.
Meira

Olga Vocal Ensemble á Hótel Blönduósi laugardaginn 8. júlí kl. 21:00

Í ár fagnar Olga Vocal Ensemble 10 ára starfsafmæli og af því tilefni ætlar hópurinn að halda tónleika víðs vegar um Ísland.
Meira

Listakot Dóru - Þemasýningin Óskasteinninn í Tindastól opnar 8. júlí

Þemasýningin Óskasteinninn í Tindastól opnar 8. júlí klukkan 13.00. Sýningin verður til 7. september á opnunartíma gallerísins, sem er alla daga nema mánudaga frá 13.00-18.00.
Meira

Skrapatunga á Laxárdal :: Torskilin bæjarnöfn

Ekki verður annað sjeð, en að Skrapa-tungunafnið komi fyrst upp eftir aldamótin 1400. Fram að þeim tíma hefir bærinn heitið Tunga. Annars skal geta þess að nálega allir Tungubæir hafa heitið aðeins Tunga í öndverðu, en forliður Tungunafnanna komið upp einhverntíma seinna.
Meira

Fimm ára að hlusta á In the Mood með Glenn Miller / SIGURDÍS

Feykir sagði frá því fyrir skömmu að Sigurdís Sandra Tryggvadóttir hefði í vor sent frá sér ábreiðu af laginu I Get Along With You Very Well eftir Hoagy Carmichael. Það var því um að gera að plata Sigurdísi í að svara Tón-lystinni í Feyki. Hún er búsett í Óðinsvéum í Danmörku, fædd árið 1993 og alin upp í Ártúnum í Blöndudal í Austur-Húnavatnssýslu. Foreldrar hennar eru Tryggvi Jónsson og Jóhanna Magnúsdóttir.
Meira

Húnvetningar miklu meir' en spenntir eftir sigur á Magna

Lið Kormáks/Hvatar heldur áfram að brillera í 3. deildinni nú í sumar og eftir sterkan sigurleik á liði Magna frá Grenivík í gærkvöldi þá er liðið nú í öðru sæti 3. deildar með 20 stig að loknum tíu umferðum. Deildin er skemmtilega jöfn og augljóst að ekki er hægt að bóka neinn sigur fyrirfram. Niðurstaðan á Blönduósvelli 2-1 sigur og Húnvetningar miklu meir' en spenntir eftir iðnaðarsigur á Magna.
Meira

Líflegar umræður á fundi með Icelandair

Icelandair og Markaðsstofa Norðurlands stóðu fyrir umræðufundi um tengiflug flugfélagsins á milli Akureyrar og Keflavíkur, sem hefst í október og verður í boði út nóvember. Á fundinn komu ýmsir gestir úr ferðaþjónustu og frá sveitarfélögum á Norðurlandi, til að ræða um tækifæri og áskoranir í þessu verkefni.
Meira

Minningarmót Evu Hrundar – Opið kvennamót hjá Golfklúbbnum Ós á Blönduósi

Minningarmót Evu Hrundar fer fram sunnudaginn 9. júlí nk. á Vatnahverfisvelli.
Meira

Fjármálaráðherra ber fulla ábyrgð

Alþingi veitti fjár­málaráðherra heim­ild til að selja eign­ar­hlut rík­is­ins í Íslands­banka með lög­um um sölumeðferð eign­ar­hluta rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um frá 2012 og sér­stakri heim­ild í fjár­lög­um fyr­ir árið 2022.
Meira