A-Húnavatnssýsla

Eldri nemendur Höfðaskóla lærðu um skyndihjálp

Í síðustu viku sóttu nemendur 9. og 10. bekkjar Höfðaskóla á Skagaströnd námskeið í skyndihjálp. Fram kemur á heimasíðu skólans að markmið námskeiðsins var að kynna nemendur fyrir grunnatriðum skyndihjálpar þannig að þau öðlist lágmarksfærni í að veita slösuðum eða veikum aðstoð í bráðatilfellum.
Meira

Blíðuveðri spáð Sumardaginn fyrsta en svo snjóar pínu

Ef marka má spá Veðurstofunnar þá verða hlýindi og sumarveður til og með Sumardeginum fyrsta en í framhaldinu minnir veturinn aftur á sig með snjókomu og hita um frostmark. Vetrarveðrið verður þó væntanlega ekki komið til að vera þó hitastigin um helgina og fram í næstu viku verði töluvert færri en næstu daga.
Meira

Bændur vilja önnur úrræði í baráttunni við riðuna

RÚV segir frá því að bændur í Húnaþingi vestra vilji endurskoðun á reglugerð um riðuveiki. Eins og greint hefur verið frá á Feyki þá hefur riða greinst á tveimur bæjum í Miðfirði í Húnaþingi vestra en aflífa þurfti 700 kindur á Bergsstöðum og í dag átti að skera niður 720 kindur á Syðri-Urriðaá. Það var hinsvegar ólíklegt að það næðist vegna óvissu vegna förgunar á hræjunum. Fresta verður aflífun fram á sumar ef ekki tekst að leysa förgunarmál fyrir lok dags.
Meira

Jákvæðu hliðarnar :: Áskorandapenni Anna Margrét Jónsdóttir Sölvabakka

Nú í vetur hef ég verið virkur þátttakandi í svokölluðum hundahittingum sem haldnir eru á sunnudagskvöldum í reiðhöllinni á Blönduósi. Bjarki á Breiðavaði heldur utan um þessar samkomur og vil ég koma á framfæri þakklæti fyrir það óeigingjarna starf sem hann innir af hendi.
Meira

Fjögur verkefni á Norðurlandi vestra hlutu styrk

Í gær hlutu 28 verkefni styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða 2023 fyrir alls 550 milljónir. Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra tilkynnti um úthlutunina í Vík í Mýrdal. Þrjú verkefni í Skagafirði hlutu styrk upp á samtals 23,8 milljónir króna og þá fékk fasi 2 við Spákonufellshöfða á Skagaströnd styrk upp á 11,4 milljónir króna.
Meira

Strumpagrautur og boost

Matgæðingur fyrstu vikuna á þessu herrans ári, 2023, var Kristinn Arnar Benjamínsson sem vill helst láta kalla sig Kidda. Kiddi er fæddur árið 1991, er leikskólakennari og starfar sem leikskólastjóri á Hvammstanga. Eiginkona Kidda heitir Fjóla og eiga þau tvo hressa drengi sem heita Almar og Ingvar. Kiddi er uppalinn á Hvammstanga en eftir að hafa farið suður í nám tókst honum, árið 2021, að draga fjölskylduna norður og keyptu þau hús á Hvammstanga. Kiddi ætlar að deila með ykkur tveim uppskriftum.
Meira

Verbúðalíf á Höfnum á Skaga :: Byggðasafnspistill

Nýverið fengu Byggðasafn Skagfirðinga og Fornleifastofnun Íslands ses. styrk úr fornminjasjóði til áframhaldandi fornleifarannsókna á verbúðaminjum á Höfnum á Skaga sumarið 2023. Útver voru á Höfnum og munu löngum hafa verið hin stærstu í Húnavatnssýslu en útræði lagðist þar af í lok 19. aldar.
Meira

Fiskmarkaður Sauðárkróks opnar húsakynni sín með móttöku

Á morgun, laugardaginn 15. apríl, verður nýtt og glæsilegt húsnæði Fiskmarkaðs Sauðárkróks tekið í notkun á Sandeyrinni á hafnarsvæðinu. Skagfirðingum og velunnurum annars staðar frá er boðið til móttöku í tilefni þessara ánægjulega tímamóta og hefst hún kl. 15:00 og stendur til kl. 17:00 þannig að Króksarar geta drifið sig í Síkið til að sjá leik Tindastóls og Keflavíkur.
Meira

Grillað og reykt

Matgæðingur í tbl 2 á þessu ári var Elísabet S.K. Ágústsdóttir en hún vinnur sem verslunarstjóri í Vélaval í Varmahlíð og býr ásamt eiginmanni sínum, Torfa, í Sunnuhlíð í Varmahlíð og hafa gert síðan 2020.
Meira

Riða gæti verið á öðrum bæ í Miðfjarðarhólfi

Eins og sagt hefur verið frá í fjölmiðlum er búið að skera niður um 700 kindur á Bergsstöðum eftir að riðuveiki greindist í fyrsta sinn í Miðfjarðarhólfi í síðasta mánuði. RÚV segir frá því að grunur leiki á um að riða hafi greinst í öðrum bæ í hólfinu.
Meira